fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Fréttir og framtíðin

Egill Helgason
Laugardaginn 24. október 2009 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki jafn viss um það og Styrmir Gunnarsson að tími ókeypis fréttamiðlunar sé að líða.

Ungt fólk venst á að nota netið, það er helsti miðill þess. Unnvörpum segir það skilið við dagblöð sem skreppa saman eða hverfa, áhorf á hefðbundnar sjónvarpsfréttir minnkar. Það er ekkert mál fyrir fólk sem notar netið að missa af fréttatímum. Það er búið að fá flestar fréttirnar sem birtast í blöðum áður en þau koma út.

Netið er smátt og smátt að taka við sem stærsti miðillinn fyrir auglýsingar. Þeirri þróun verður ekki snúið við. Það er nóg framboð af ókeypis fréttum á netinu og það nægir flestum eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri segir í nýrri starfsævisögu sinni sem nefnist Frjáls og óháður. Tilraunir til að selja inn á fréttavefsíður hafa gengið mjög illa. Maður sér ekki hvernig sú leið er fær, nema þar sem verið að miðla sérstakri tegund af fréttum til afmarkaðra hópa – eins og hugsanlega viðskiptafréttum.

Megnið af ungu fólki kaupir ekki fréttir. Það sér ekki tilgang í því að fjárfesta í áskrift að dagblaði – og það hefur líka vanist á að fá ókeypis blöð, of fremur ómerkilega snepla sem gjaldfella í raun fyrirbærið dagblöð. Dagblað er eitthvað sem það rétt kastar augunum yfir; en það vill frekar góða nettengingu. Alvörublöð eins og Guardian, New York Times og Le Monde þrauka, en það stafar ekki sama ljóma af blöðum og áður fyrr. Heimsblöð virðast þó geta lifað fremur en blöð sem þjóna afmarkaðri svæðum; þau eru að týna tölunni út um allan heim.

Ég ætla ekki að segja að þetta sé góð þróun, því það er hún ekki sérlega. Tækifærum til vandaðrar og djúprar umfjöllunar fækkar eftir því sem fjölmiðlarnir veikjast. Á móti kemur þó að erfiðara er að miðstýra umfjöllun og skoðanamyndun,  því fréttir fæðast líka í bloggheimum og þar eru þeir gjarnan afhjúpaðir sem ljúga, hræsna eða misbeita valdi sínu. Maður getur varla hugsað sér hvernig umfjöllun um hrunið á Íslandi hefði verið ef ekki hefði verið krafturinn í netheimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“