Ég verð dálítið hugsi þegar ég sé Guðmund Andra Thorsson kallaðan Baugspenna.
Nær þetta uppnefni nú til allra sem hafa nokkurn tíma skrifað í Fréttablaðið, eða eru það bara þeir sem eru á haturslistanum hjá ákveðinni klíku?
En það er ekki vegna þess sem ég er hugsi.
Ég man nefnilega eftir því að Guðmundur Andri skrifaði grein fyrir margt löngu þar sem hann var fyrstur manna til að benda á að Baugur þýddi „hringur“.
Samasem = auðhringur.
Ég finn ekki greinina en ég held hún hljóti að hafa birst stuttu upp úr aldamótum, meðan Jóhannes í Bónus og Jón Ásgeir lifðu ennþá í þeirri trú að þeir væru Hrói Höttur eldri og Hrói Höttur yngri.