Það er eins og sagt er, þegar Icesave er frá, þá verða stóriðjumál næsta vandræðaefni fyrir ríkisstjórnina. Þau fara ekki alveg nákvæmlega eftir flokkslínunum, því meirihluti Samfylkingarþingmanna sé vafalítið hallur undir byggingu álvera þá nær klofningurinn langt inn í þann flokk. Enda er varla neinn búinn að gleyma hvað Samfylkingin var dæmalaust græn fyrir kosningarnar 2007.
Árni Páll Árnason hélt þrumuræðu þar sem hann gerði að umræðuefni grátstafi útgerðar- og álfyrirtækja.
Mörður Árnason skammar Björgvin G. Sigurðsson, formann þingflokks Samfylkingar, fyrir að vera á móti ákvörðun umhverfisráðherra vegna mats á áhrifum suðvesturlínu.
En Sigmundur Ernir fagnar því að nú sé Bakki aftur kominn á dagskrá eftir viljayfirlýsingu Katrínar Júlíusdóttur um orkunýtingu nyrðra.