Meðal efnis í Kiljunni í kvöld er heimsókn til skáldsins Þórarins Eldjárn í Gullbringu í Svarfaðardal. Þórarinn og fjölskylda eiga þar hús skammt frá Tjörn, en þar ólst uppKristján forseti, faðir Þórarins.
Við tökum líka hús á Eyþóri Árnasyni sem er nýgræðingur í skáldskaparlistinni, ólíkt Þórarni. Eyþór, sem fæddur og uppalinn í Skagafirði, af næsta bæ við Bólu-Hjálmar, fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Hundgá úr annarri sveit. Nú býr Eyþór í Vesturbænum.
Bjarni Harðarson segir frá skáldsögu sinni, þeirri fyrstu sem hann semur, Svo skal dansa heitir hún. Bjarni skrifar þar um konur í ætt sinni, konur sem lifðu við bág kjör, áttu börn í lausum leik sem þær urðu að láta frá sér, en voru undarlega þolgóðar og sterkar á sinn hátt.
Bragi er á sínum stað, en Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um nýja skáldsögu eftir Böðvar Guðmundsson sem nefnist Enn er morgunn og Harm englanna eftir Jón Kalman Stefánsson.