fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Bond, James Bond

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. október 2009 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

drno1280-1

Kári verður alveg eyðilagður þegar hann fréttir af andláti Dr. No.

Hann er einn mesti Bondaðdáandi sem um getur og ætlar að verða Bondleikari þegar hann verður stór. En líka fótboltamaður, tónlistarmaður og fornleifafræðingur. Möguleikarnir eru margir þegar maður er sjö ára.

Kári er reyndar búinn að leggja á ráðin um að minnsta kosti fjórar Bondmyndir sem hann ætlar að leika í.

Þær eiga að heita, nöfnin eru frá honum sjálfum komin:

The Golden Man, Falling Drops, The First Secret og Aries, svo er ein enn, en ég man ekki hvað hún heitir, jú Awesome Troubles.

Myndirnar eiga eins og vonlegt er eiga að snúast um tilraunir vondra til að ná heimsyfirráðum. Í Falling Drops mun vondi karlinn til dæmis ætla að eitra heimshöfin og í einhverri þeirra stendur til að kljúfa jörðina í tvennt.

Reyndar hafa Bondmyndir verið settar á svið hér á heimilinu með aðstoð nokkurra bangsa – í einni þeirra mátti Múmínsnáðinn sætta sig við að leika Bondstúlkuna. Það var í The Golden Man.

Kári ætlar svo líka að semja tónlistina í myndirnar, en ég eygi ákveðna von í að fá að leika Q. Ég hef reyndar stundum fengið að bregða mér í hlutverk Oddjob, Stálkjafts, Blofelds eða Scaramanga.

Til að búa sig undir hlutverkið á Kári ágæta Bondbyssu, reyndar er hún í líki íslensks sviðakjamma þótt hún dugi vel sem Walther PPK. Kemur úr þar til gerðum forn-leikfangakassa frá Völuskríni.

Og þaðan er kominn einn aðalbrandarinn í þessari fjölskyldu:

Með hverjum kjamma fylgir Bondbyssa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“