Til upprifjunar þá er hér minnisblað frá því fyrir ári síðan, undirritað meðal annars Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, þar sem íslenski ábyrgðarsjóðurinn fellst á að greiða innistæðueigendum Landsbankans i Hollandi að hámarksupphæð 20.887 evrur. Sagt er að þetta muni upphaflega greiðast með láni frá Hollandsbanka, en vextir þess séu 6,7 prósent. Lánið eigi að greiðast upp á tíu árum, en greiðslur hefjist innan þriggja ára. Þarna er einnig tekið fram að íslenska ríkisstjórnin muni gæta þess að mismuna ekki innistæðueigendum.