Sjá Smuguna:
„Linus er á leiðinni nú eftir nokkrar vikur til Kaupmannahafnar til þess að skipuleggja róttækar mótmælaaðgerðir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram nú í desember. Undirbúningurinn hefur nú staðið í hálft annað ár. Fyrsta aðgerðin mun eiga sér stað 29. nóvember en þá verða slétt tíu ár frá því að róttæklingar létu til skarar skríða á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptaráðsins í Seattle. „Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í svona alþjóðlegri aðgerð og það er alveg frábært,“ segir Linus.“