Sjálfstæðismaðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson var með dálítið skemmtilegar pælingar í þættinum hjá mér í dag.
Hann lærði í Þýskalandi á sínum tíma og velti fyrir sér hvernig íslenskt flokkakerfi gæti litið út ef það væri svipað hinu þýska.
Þá hefðum við bæði vinstri flokk og gænan flokk. Sósíalista og umhverfisverndarmenn. Það er ekkert sem segir að grænt sé endilega til vinstri.
Við hefðum sósíaldemókrataflokk og einhvers konar kristilegan demókrataflokk – þar væri hið hægfara hægri.
Og svo hefðum við einhvers konar frjálshyggjuflokk, reyndar hafa Frjálsir demókratar í Þýskalandi sveiflast milli þess í gegnum tíðinn að vera Framsóknarflokkur og frjálshyggjuflokkur.
Því einn vandinn er að flokkakerfið íslenska speglar illa pólitíska strauma í landinu.
Að mörgu leyti eiga til dæmis þjóðernissinnar í VG, í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn ágæta samleið.
En hluti af Sjálfstæðisflokknum gæti eins verið í Samfylkingunni – eða öfugt. Og þar gætu sumir Framsóknarmenn hæglega verið með.
Annars súmmeraði Andri Geir Arinbjarnarson upp ástandið í íslensku flokkunum á bloggi sínu um daginn. Hann segir að við séum í fjötrum íslensku stjórnmálaflokkanna. Það eru nokkur sannleikskorn þarna inn á milli: