fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Hvað er þetta með Exista?

Egill Helgason
Mánudaginn 19. október 2009 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Arinbjarnarson skrifar um Exista á bloggi sínu:

— — —

Exista: ríki í ríkinu

Afkoma Exista er hreint ótrúleg þegar maður fer að rýna í uppgjörið í ensku útgáfunni sem er upp á 45 blaðsíður en íslenska útgáfan er 7 blaðsíður.

Tap félagsins er 1,618 ma evrur eða 206 ma kr (gengi 127 kr. evran) eða álíka og halli ríkisins á sama tíma!  Það eru ekki mörg einkafyrirtæki sem slá ríkið út í halla eins og Exista.

Skuldir er 2,100 m evra en eigið fé er 200 ma evra.

Útlán Exista sem eru á eindaga nema 836 m evra.  Hver skuldar þetta?

Hagnaður borgaður til Exista af dótturfélögum:  180 m evra eða 33 ma kr á gengi dagsins í dag sem viðskiptavinir dótturfélaga Exista (Síminn, VÍS, Lýsing, Bakkavör t.d.) borga sem „hagnað“ þó ég geti ekki séð að þau skili neinum hagnaði?

Launakostnaður Exista er 25 m evra 2008 á móti 29 m evra 2007.  Miðaða við meðalgengi á evrunni 127 kr. 2008 og 88 kr. 2007, kemur ansi athyglisverður hlutur í ljós:

Launakostnaður mældur í kr. hækkaði frá 2,552 m kr. fyrir 2007 upp í 3,175 m kr fyrir árið 2008 eða um 623 m kr. sem gera 24%. (á sama tíma fækkaði starfsmönnum úr 433 í 420 eða um 3% þ.e. meðalmánaðarlaun hækkuðu á milli 2007 og 2008 frá 490,000 kr í  630,000 kr).  Sem sagt, allt bendir til að æðstu stjórnendur innan Exista hafi verið ríkulega verðlaunaðir fyrir þetta tap.  Klassískt, ekki satt.

Maður er farinn að skilja hvers vegna þetta fólk rígheldur í sínar stöður. Hvað eru margir starfsmenn innan Exista sem eru með sinn launasamning í evrum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!