Í þessari frétt RÚV kemur fram að Jafnréttisstofa greiðir 700-800 þúsund krónur í mánaðarleigu fyrir húsnæði í svokölluðum Borgum á Akureyri. Húsnæðið er 211 fermetrar.
Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu vill losna undan þessum samningi, en það virðist ekki vera hægt. Segir eins og er að þetta sé Manhattan-verð.
En hvernig stendur á því að svona var samið til að byrja með.
Baldur McQueen rifjar það upp á heimasíðu sinni að eigandi Borga sé ÍAV og það hafi verið sagt hagkvæmt á sínum tíma að reisa þetta hús með þessum hætti. Hann vitnar í þingmann sem sagði að Háskólinn á Akureyri væri í vandræðum með að greiða himinháa leiguna í þessu húsi.
Þá rifjast upp það sem Joseph Stiglitz sagði í heimsókn sinni hingað, að einkaframkvæmd af þessu tagi hefði yfirleitt þann megintilgang að koma peningum skattgreiðenda til einkavina.