fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Flóttamenn

Egill Helgason
Laugardaginn 17. október 2009 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í málefnum flóttamanna eigum við Íslendingar að hafa mannúð og mildi að leiðarljósi. Við erum vissulega langt frá þeim slóðum sem flóttamenn koma almennt á; flestir sem hingað berast hafa farið í gegnum mörg lönd áður en þeir koma hingað. Við skulum athuga að flóttamenn eru yfirleitt ekki sníkjudýr eða óvinir; þetta er fólk sem býr við verri kjör en við sjálf, ofsóknir, kúgun eða kannski bara fátækt.

Við skulum skilja að það þarf líka dugnað og þor að standa upp – og fara.

Það tekur sig upp og fer, kýs með fótunum eins og sagt er. Það leitar allra leiða til að komast inn í Evrópu eða til Bandaríkjanna. Það er miklu erfiðara nú en áður. Bandaríkin höfðu þá hugsjón í eina tíð að taka á móti svona fólki, mottóið sem stendur á frelsisstyttunni í innsiglingunni í New York og var eitt sinn í gildi er:

Give me your tired, your poor,
Your huddled masses yearning to breathe free,
The wretched refuse of your teeming shore.
Send these, the homeless, tempest-tost to me.
I lift my lamp beside the golden door.

Það er algjört grundvallaratriði að komið sé fram við þetta fólk af virðingu. Og almennt eigum við að reyna að skjóta yfir það skjólshúsi. Við erum ekkert of góð til þess, það er ekki eins og fólksmergðin sé að drepa okkur í þessu landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!