Ég skrifaði um daginn að ég væri hættur að taka Viðskiptablaðið úr plastinu.
Margt í blaðinu hefur verið eins og skrifað fyrir sértrúarsöfnuð, en kannski það breytist núna.
Einn besti blaðamaður á Íslandi, Sigurður Már Jónsson, er orðinn ritstjóri blaðsins.
Og nú bætist honum liðsauki: Björgvin Guðmundsson, Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson af Mogganum.
Það sem maður er hræddur við varðandi blað eins og Viðskiptablaðið er að það sé ekki nógu krítískt, að það sé of auðsveipt gagnvart markhópi sínum.
En þessir blaðamenn hafa burði til að vera það.
Sigurður Már var í eina tíð á DV og síðar á Pressunni, með Jónasi Kristjánssyni og Gunnari Smára, en Björgvin og Þórður Snær hafa átt stjörnuleiki á Morgunblaðinu síðan hrunið varð.