Paul Hudson, sérfræðingur BBC í loftslagsmálum, skrifar grein sem nefnist Hvað varð um hnatthlýnunina?
Hann segir að loftslagið sé ekki að hlýna – hlýjasta árið sem hefur verið mælt sé 1998.
Heimshöfin virðast líka vera að kólna aftur, eftir hlýnunarskeið.
Hudson segir að þetta slái ekki ekki endilega út af borðinu kenningar um hlýnun jarðar – ein kenningin er sú að hlýnunin muni hefjast aftur eftir fáein ár – en hins vegar veki þetta spurningar um ýmsa þætti sem hafi áhrif á hitastigið en gróðurhúsalofttegundir.
Þannig sé umræðunni um loftslagsbreytingar langt í frá lokið.