fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Erlendar tekjur lífsnauðsyn fyrir Orkuveituna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. október 2009 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óðinn er penni sem skrifar reglulega pistla í Viðskiptablaðið. Hann skrifar þennan athyglisverða pistil í blaðið í dag um stöðu Orkuveitu Reykjavíkur:

— — —

Óðinn hefur ekki úr reikningum margra skráðra félaga að vinna þessa dagana. Hann gladdist því í fyrstu þegar reikningar Orkuveitu Reykjavíkur ráku á fjöru hans.
Fljótlega hvarf þó brosið af Óðni enda má segja að skuldasóknin hafi verið gríðarleg. Orkuveitan hefur frá ársbyrjun 2005 fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum (framleiðslu, dreifikerfi og öðrum fasteignum) fyrir 102 milljarða króna, á verðlagi hvers árs. Það samsvarar um 120 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Bókfærðar heildareignir félagsins hafa aukist um 200% á tímabilinu og Orkuveitan hefur umbreyst úr tiltölulega lítt skuldsettu félagi í gríðarlega skuldsett.
Orkuveitan skuldaði vaxtaberandi um mitt síðasta ár 213 milljarða króna á móti eigin fé upp á 37 milljarða. Nær allar skuldir Orkuveitunnar eru í erlendri mynt og nýtur hún góðs af lágum erlendum vöxtum um þessar mundir. Þannig er erlend vaxtabyrði Orkuveitunnar um þessar mundir um 6,5 milljarðar króna á ári í erlendri mynt!
Til þess að þjónusta þessar skuldir skilar Orkuveitan hagnaði fyrir fjármagnsliði upp á 4-5 milljarða króna. Þegar styttist í vaxtahækkanir erlendis mun þessi staða aðeins versna. Sem sagt, afkoma af reglulegri starfsemi síðustu tvö árin dugir ekki fyrir vaxtakostnaði, sem þar að auki er í erlendum gjaldeyri.

***

Eigendur Orkuveitunnar ætlast til þess að hún greiði þeim um tvo milljarða króna í arð á árinu og finnst Óðni það nánast bíræfni enda nokkuð ljóst af afkomu félagsins að dæma að hún dugir ekki fyrir slíkri arðgreiðslu.
Þar fyrir utan virðist Orkuveitan hafa, vegna allra fjárfestinganna, skilað samtals um 60 milljörðum í neikvæðu frjálsu fjárstreymi til eigenda síðustu þrjú árin. Mælikvarðinn EV/EBITDA er algengur við mat á verðmæti og greiðslugetu félaga, en hann segir til um hversu mikið fé verður til í rekstrinum til skiptanna milli lánardrottna og eigenda hlutafjár. Að meðaltali er þetta hlutfall hjá evrópskum veitufyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll í kringum 8. Hlutfallið hjá Orkuveitu Reykjavíkur er hins vegar í kringum 18, eingöngu á móti skuldum!
Svo hátt hlutfall er fáheyrt og þá aðeins við mjög sérstakar aðstæður. Orkuveita Reykjavíkur er hins vegar ekki skráð í kauphöll og aðstæður hér eru vissulega sérstakar.

***

En hvað er að? Reikningar Orkuveitunnar hrópa á að farið verði að nýta gríðarlegar fjárfestingar síðustu ára til tekjuöflunar. Reikningarnir sýna að ef horft er fimm ár aftur í tímann hefur veltan aukist samtals um 60-70% eða sem samsvarar 13% á ári á sama tíma, fjárbinding hefur aukist um að meðaltali 28% og vaxtaberandi skuldir um 55% á ári.
Veiking krónunnar er hluti skýringarinnar en þótt leiðrétt sé fyrir þeim áhrifum hefði aukin skuldsetning numið um að meðaltali 30-35% á ári síðustu fimm ár. Sem sagt, risastórt gat hefur verið að skapast ár hvert hjá Orkuveitunni milli fjárfestinga og skuldsetningar annars vegar og tekjuöflunar hins vegar.

***
Eina ástæðan, og um leið eina réttlætingin fyrir gríðarlegum fjárfestingum Orkuveitunnar síðustu ár og samsvarandi skuldsetningu í erlendri mynt, eru væntingar um mikla tekjuöflun í erlendri mynt. Tölurnar ljúga ekki.
Aðeins eru til tvö svör við stöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Annað hvort verður Orkuveitan að stórauka tekjuöflun sína og arðsemi í erlendri mynt, en hún fæst aðeins með raforkusölu til fyrirtækja með erlendar tekjur, eða stórhækkun álaga á viðskiptavini sína. Annars mun Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega halda áfram að leggja sitt af mörkum til veikingar krónunnar með vaxtagreiðslum og afborgunum erlendra lána þar til hún að lokum kafnar í eigin skuldum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa