Eitt af því leiðinlegasta í stjórnmálum undangenginna ára á Íslandi eru langar kosningabaráttur, sérstaklega fyrir borgar- og sveitastjórnarkosningar.
Kosningabaráttan fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík var ótrúlega löng. Hún byrjaði fyrir áramót, þótt ekki væri kosið fyrr en í maí.
Fjölmiðlar lágu í endalausum vangaveltum um stöðu Gísla Marteins, Vilhjálms Þ., Björns Inga, Hönnu Birnu og Ólafs F.
Eins og það skipti einhverju máli.
Eða réttar sagt – eins og það skipti svo miklu máli að þyrfti að eyða heilu og hálfu árunum til að pæla í því.
Kannski var þetta tími þegar fjölmiðlar sáu ekki stóru fréttirnar sem voru fyrir framan nefið á þeim, en einbeittu sér að smáfréttum sem var auðveldara að nálgast.
En ein afleiðing hrunsins er sú að það er komið fram í október á pólitískum vetri sem mun enda með borgar- og sveitarstjórnakosningum.
Og það er enginn að pæla í þessu – og verður ábyggilega ekki á næstunni.