Bókavertíðin er að byrja. Og ekki seinna vænna. Það er til nokkurra vandræða fyrir þá sem fjalla um bækur hversu mikið kemur út á skömmum tíma.
Síðustu dagana hef ég náð að lesa þrjár bækur sem eru að koma út – eftir Jón Kalmann Stefánsson, Steinar Braga og Steinunni Sigurðardóttur.
Tvær fyrrnefndu bækurnar koma út í þessari viku, Steinunn varla fyrr en í nóvember enda fékk ég þá bók í útprenti.
Allt lofar þetta góðu. Og svo hef ég á borðinu hjá mér nýtt smásagnasafn eftir Gyrði Elíasson.