fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Umskiptingar og hugsanleg stjórnarslit

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. október 2009 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll þessi uppákoma með norska ofurlánið – frá Miðflokknum, systurflokki Framsóknar í Noregi – er orðin býsna pínleg.

Minnir eiginlega mest á annað lán sem átti að redda Íslandi mitt í hruninu í fyrra, eiginlega fyrir nákvæmlega ári, rússneska lánið.

Þá var eins og fólki væri létt svona einn dagpart, þangað til það áttaði sig á raunveruleikanum.

Að þetta var bara fantasía.

Annars skrifar Kristinn H. Gunnarsson góða grein á vef sinn í dag.

Hún fjallar um umskiptinga í pólitík. Það er nóg af þeim þessa dagana.

Pólitíkin hefur nefnilega ekkert skánað frá því fyrir hrun; kannski var heldur ekki von á því.

En fólk er að verða dauðleitt, ég heyri marga segja að þoli varla lengur að heyra minnst á stjórnmál.

Í Silfrinu í dag var rætt um mögulegt fall stjórnarinnar og hvað tæki við.

Jóhann Hauksson hélt því fram að varla yrði önnur leið en að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tækju höndum saman – landið yrði þó að hafa einhverja stjórn.

Svo er náttúrlega möguleiki á að mynda einhvers konar stjórn á móti Icesave og AGS, þá með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og uppreisnarliðinu úr VG.

Mætti jafnvel nefna hana Hádegismóastjórnina?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp