Friðrik G. Friðriksson, fararstjóri og fyrrverandi kaupmaður var í viðtali hjá mér í Silfrinu í dag.
Ég hef áður tekið viðtal við Friðrik, það var árið 2005, þá starfaði ég á Stöð 2.
Þá var Friðrik að tala um sama mál og í dag, fákeppni og einokun í verslun á Íslandi.
Þetta mæltist heldur illa fyrir á Stöð 2 á sínum tíma.
Einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins spurði mig hvort það væri stefna hjá mér að draga alla óvini félagsins í sjónvarp.
Ég hváði – þá vissi ég ekki að Friðrik væri óvinur Stöðvar 2.
En svo kom í ljós að forsvarsmaðurinn var ekki að tala um sjónvarpsstöðina, heldur alla samsteypuna sem hún tilheyrði – með Bónusbúðunum og Hagkaupi og öllu.
Ég hafði aldrei fattað ég ég væri sérstaklega í liði með þeim
En það sem Friðrik sagði þá á ekki síður við nú. Verslunareinokunin er enn við lýði, stjórnvöld eru jafn sinnulaus gagnvart henni og áður og almenningur skilur ekki afleiðingar hennar.
Viðtalið við Friðrik má sjá í Silfri dagsins, með því að smella hér .
Og hér má lesa stutta endursögn Pressunnar á viðtalinu.