fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Einokunarböl

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. október 2009 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik G. Friðriksson, fararstjóri og fyrrverandi kaupmaður var í viðtali hjá mér í Silfrinu í dag.

Ég hef áður tekið viðtal við Friðrik, það var árið 2005, þá starfaði ég á Stöð 2.

Þá var Friðrik að tala um sama mál og í dag, fákeppni og einokun í verslun á Íslandi.

Þetta mæltist heldur illa fyrir á Stöð 2 á sínum tíma.

Einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins spurði mig hvort það væri stefna hjá mér að draga alla óvini félagsins í sjónvarp.

Ég hváði – þá vissi ég ekki að Friðrik væri óvinur Stöðvar 2.

En svo kom í ljós að forsvarsmaðurinn var ekki að tala um sjónvarpsstöðina, heldur alla samsteypuna sem hún tilheyrði – með Bónusbúðunum og Hagkaupi og öllu.

Ég hafði aldrei fattað ég ég væri sérstaklega í liði með þeim

En það sem Friðrik sagði þá á ekki síður við nú. Verslunareinokunin er enn við lýði, stjórnvöld eru jafn sinnulaus gagnvart henni og áður og almenningur skilur ekki afleiðingar hennar.

Viðtalið við Friðrik má sjá í Silfri dagsins, með því að smella hér .

Og hér má lesa stutta endursögn Pressunnar á viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp