Við horfðum í kvöld á mynd um menningarbyltinguna í Kína, ótrúlega grimmd, múgsefjun og einkennilega persónudýrkun.
Þarna gat að líta stórmerkilegt myndefni af ungum Kínverjum veifandi Rauða kverinu, tilbiðjandi Maó Tse Tung.
Svona myndir gat að líta í fréttum þegar ég var lítill; enn þann dag í dag hef ég varla séð neitt furðulegra.
Kári átti setningu kvöldisins þegar hann spurði:
„Af hverju trúa þau á mann sem tortímir þeim?“