fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Heitar með húðflúr á hálsinum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. ágúst 2020 22:00

Ein frægasta söngkona heims skartar þessu hálstattúi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var það svo á Vesturlöndum að það voru bara gengjameðlimir og fangar sem skörtuðu húðflúri á andliti og hálsi en það er löngu liðin tíð. Eftir því sem slíkt skraut hefur færst frá því að vera dæmi um frávik yfir í að vera samfélagslega samþykkt tjáningarform stökkva fleiri á vagninn. Fjölmargar þekktar stjörnur hafa kosið að tjá sig á þennan máta og látið flúra á sér hálsinn.

Söngkonan Pink var eflaust með þeim fyrstu til að láta flúra þennan líkamshluta en hún fékk sér strikamerki aftan á hálsinn að önnur plata hennar, Missundaztood, kom út árið 2001.

Leikkonan Hailey Bieber skartar fljölda lítilla flúra, þar á meðal á hálsinum. Þar skartar þessi strangtrúaða stúlka meðal annars krossi og í fyrra lét hún einnig merkja sig með setningunni „Lover.“

Breska söngdrottningin Adele skartar bókstafnum „A“ á hálsinum fyrir aftan hægra eyrað en það stendur ekki fyrir fyrsta bókstafinn í hennar nafni heldur sonarins, Angelo James.

Söngkonan Miley Cyrus er öll morandi í tattúum og lét merkja hálsinn á sér með fæðingarárinu „92“ en hún var fædd á því herrans ári 1992 sem er ár apans samkvæmt kínverska tímatalinu.

Fjöldi frægra frauka sem hafa látið flúra á sér hálsinn er mikill og meðfylgjandi eru myndir af nokkrum þeirra.

Dakota Johnson: Fifty Shades of Grey leikkonan er með spænska orðið „Amor“ aftan á hálsinum sem merkir ást.
Cara Delevingne: Fyrirsætan er næstum því með augu í hnakkanum en þau fékk hún sér árið 2016.
Rihanna: Söngkonan lét flúra „Rebelle fleur“ á hálsinn en það ku þýða uppreisnarblóm.
Selena Gomez: Söngkonan er fágæt eins og við öll og er með orðið „Rare“ á hálsinum.
Jamie King: Leikkonan býður upp á tvennu, fimmhyrnda stjörnu aftan á hálsinum og eftirnafnið sitt „King“ aðeins neðar.
Rita Ora: Söngkonan er með orðið „Zog“ á hálsinum því mamma hennar kallaði hana Zogi mamit þegar hún var lítil en það merkir lítill fugl á móðurmáli hennar, albönsku.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar FBI um að leyna sannleikanum um manninn sem reyndi að ráða Trump af dögum – „Þetta var ótrúlegur viðsnúningur“

Sakar FBI um að leyna sannleikanum um manninn sem reyndi að ráða Trump af dögum – „Þetta var ótrúlegur viðsnúningur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.