fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er með græna fingur – gróðursetur 40.000 tré í tilefni fertugsafmælisins!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. júlí 2020 14:00

Fallegur gjörningur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gisele sem verður fertug á mánudaginn tilkynnti það á samfélagsmiðlum í dag að í stað þess að vera með stórt partí í miðju samkomubanni vilji hún heldur gefa aftur til samfélagsins. „Eins og sum ykkar vita á ég afmæli 20. júlí. Og þetta er ekkert venjulegur afmælisdagur! Ég trúi ekki að ég sé að verða fertug!,“ sagði Gisele og bætti við: „Mér líður eins og nýr kafli í lífi mínu sé að hefjast og ég vil fagna honum með því að gera eitthvað þýðingarmikið svo ég hef ákveðið að gróðursetja 40.000 tré. Ég hef gróðursett tré fyrir ýmis málefni í gegnum árin og mér finnst það vera besta leiðin fyrir mig til að gefa aftur til móður jarðar.“

Gisele ætlar að gróðursetja 40.000 tré.

Upprunalega ráðagerðin fólst í því að ferðast til heimalandsins Brasilíu til að gróðursetja trén í regnskógum Amazon en vegna Covid og ferðatakmarkanna varð hún að hætta við það. Hún ákvað að fá líka fleiri með sér í lið til að ná markmiðinu og fjölskylda og vinir ætla að gróðursetja tré í stað þess að gefa henni afmælisgjöf.

Vivian litla lætur ekki sitt eftir liggja.

Gisele er gift NFL leikmanninum Tom Brady og saman eiga þau tvö börn. Fjölskyldan er meðvituð um umhverfið og Gisele segir alla á heimilinu eiga sína eigin margnota drykkjarflösku og þau reyni almennt að nota lítið plast og noti fjölnota innkaupapoka í búðarferðum. Það kemur því ekki á óvart að Tom, Benjamin og Vivian tóku vel í þetta uppátæki fyrirsætunnar og eru dugleg að hjálpa henni við gróðursetninguna.

Tom og börnin taka þátt með Gisele.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.