fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er með græna fingur – gróðursetur 40.000 tré í tilefni fertugsafmælisins!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. júlí 2020 14:00

Fallegur gjörningur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gisele sem verður fertug á mánudaginn tilkynnti það á samfélagsmiðlum í dag að í stað þess að vera með stórt partí í miðju samkomubanni vilji hún heldur gefa aftur til samfélagsins. „Eins og sum ykkar vita á ég afmæli 20. júlí. Og þetta er ekkert venjulegur afmælisdagur! Ég trúi ekki að ég sé að verða fertug!,“ sagði Gisele og bætti við: „Mér líður eins og nýr kafli í lífi mínu sé að hefjast og ég vil fagna honum með því að gera eitthvað þýðingarmikið svo ég hef ákveðið að gróðursetja 40.000 tré. Ég hef gróðursett tré fyrir ýmis málefni í gegnum árin og mér finnst það vera besta leiðin fyrir mig til að gefa aftur til móður jarðar.“

Gisele ætlar að gróðursetja 40.000 tré.

Upprunalega ráðagerðin fólst í því að ferðast til heimalandsins Brasilíu til að gróðursetja trén í regnskógum Amazon en vegna Covid og ferðatakmarkanna varð hún að hætta við það. Hún ákvað að fá líka fleiri með sér í lið til að ná markmiðinu og fjölskylda og vinir ætla að gróðursetja tré í stað þess að gefa henni afmælisgjöf.

Vivian litla lætur ekki sitt eftir liggja.

Gisele er gift NFL leikmanninum Tom Brady og saman eiga þau tvö börn. Fjölskyldan er meðvituð um umhverfið og Gisele segir alla á heimilinu eiga sína eigin margnota drykkjarflösku og þau reyni almennt að nota lítið plast og noti fjölnota innkaupapoka í búðarferðum. Það kemur því ekki á óvart að Tom, Benjamin og Vivian tóku vel í þetta uppátæki fyrirsætunnar og eru dugleg að hjálpa henni við gróðursetninguna.

Tom og börnin taka þátt með Gisele.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarna úr Litla húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Litla húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö stafa skattaskuld afhjúpuð í skilnaðarsáttmála

Sjö stafa skattaskuld afhjúpuð í skilnaðarsáttmála
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.