fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Tækifærissinnar í COVID – Dulbúa sig sem eldri borgara til að kaupa áfengi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er í Bretlandi eftir að gefið var út að eftir 24. júlí yrði íbúum skylt að ganga með andlitsgrímur í verslunum. Mörgum finnst um gífurlega íþyngjandi ráðstafanir að ræða. Aðrir hins vegar kjósa að sjá björtu hliðarnar og nýta sér tækifærið.

Nú hefur borið á því að breskir unglingar undir lögaldri nýti sér andlitsgrímur til að kaupa áfengi. Síðan sýna þeir frá athæfinu á vinsæla samfélagsmiðlinum TikTok.

Unglingarnir klæða sig upp sem eldri borgara og nota fölsuð skilríki til að kaupa áfengi, en rétt er að taka það fram að þetta athæfi er að sjálfsögðu ólöglegt.

Svo virðist vera sem að unglingar þar ytra hafi gert sér grein fyrir því að með því að hylja andlit sitt með andlitsgrímu þá sé auðveldara að blekkja starfsmenn í verslunum sem selja áfengi.

Sumir ganga enn lengra og klæða sig upp sem eldri borgara og brúka þá hárkollur, gleraugu og slæður í því skyni blekkja starfsmenn.

Andlitsgrímurnar hafa því skapað fordæmalaust tækifæri fyrir unglinga að versla sér áfengi með fölsuðum skilríkjum, eða hreinlega skilríkjum sem tilheyra einhverjum allt öðrum einstakling, þar sem andlit þeirra er hulið og erfitt fyrir starfsmenn að staðreyna að skilríki tilheyri þeim einstakling sem fyrir framan þá stendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta

Þrír leikmenn á lista hjá United til að styrkja svæðið sem Amorim vill bæta
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hraunar yfir Markle – Segir hana hafa náð kómískum hæðum í fáránlegu viðtali

Hraunar yfir Markle – Segir hana hafa náð kómískum hæðum í fáránlegu viðtali
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.