fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026

Tækifærissinnar í COVID – Dulbúa sig sem eldri borgara til að kaupa áfengi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er í Bretlandi eftir að gefið var út að eftir 24. júlí yrði íbúum skylt að ganga með andlitsgrímur í verslunum. Mörgum finnst um gífurlega íþyngjandi ráðstafanir að ræða. Aðrir hins vegar kjósa að sjá björtu hliðarnar og nýta sér tækifærið.

Nú hefur borið á því að breskir unglingar undir lögaldri nýti sér andlitsgrímur til að kaupa áfengi. Síðan sýna þeir frá athæfinu á vinsæla samfélagsmiðlinum TikTok.

Unglingarnir klæða sig upp sem eldri borgara og nota fölsuð skilríki til að kaupa áfengi, en rétt er að taka það fram að þetta athæfi er að sjálfsögðu ólöglegt.

Svo virðist vera sem að unglingar þar ytra hafi gert sér grein fyrir því að með því að hylja andlit sitt með andlitsgrímu þá sé auðveldara að blekkja starfsmenn í verslunum sem selja áfengi.

Sumir ganga enn lengra og klæða sig upp sem eldri borgara og brúka þá hárkollur, gleraugu og slæður í því skyni blekkja starfsmenn.

Andlitsgrímurnar hafa því skapað fordæmalaust tækifæri fyrir unglinga að versla sér áfengi með fölsuðum skilríkjum, eða hreinlega skilríkjum sem tilheyra einhverjum allt öðrum einstakling, þar sem andlit þeirra er hulið og erfitt fyrir starfsmenn að staðreyna að skilríki tilheyri þeim einstakling sem fyrir framan þá stendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fyrirsæta brjáluð yfir framkomu eiginkonu Messi – Á að hafa gert henni þetta á dögunum

Fyrirsæta brjáluð yfir framkomu eiginkonu Messi – Á að hafa gert henni þetta á dögunum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Finnar birta dramatískt myndband af töku skemmdarverkaskips

Finnar birta dramatískt myndband af töku skemmdarverkaskips
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt met í Sádi Arabíu – Tóku að meðaltali einn af lífi á hverjum degi árið 2025

Nýtt met í Sádi Arabíu – Tóku að meðaltali einn af lífi á hverjum degi árið 2025

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.