fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Jim Carrey opnar sig fyrir Howard Stern – Renée Zellweger var ástin í lífi hans

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 20:00

Stóra ástin: Jim og Renée Zellweger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háðfuglinn Jim Carrey mætti í viðtal hjá Howard Stern í vikunni þar sem hann opnaði sig um lífið, tilveruna og nýju bókina hans. Bókin sem nefnist Memoirs and Misinformation er skáldsaga byggð á ævi gamanleikarans og skrifuð af honum sjálfum og Dana Vachon.

Í henni er minnst á rúmlega árs langt ástarsamband Jims við leikkonuna Renée Zellweger en þau kynntust við tökur á gamanmyndinni Me, Myself & Irene. Stern kvaðst hafa verið undrandi á að lesa að Renée hafi verið stóra ástin í lífi hans en Jim staðfestir það. „Það er satt og hún var mér ákaflega dýrmæt. Mér finnst hún alveg yndisleg.“

Jim ásamt meðhöfundi bókarinnar; Dana Vachon.

Jim er einhleypur um þessar mundir en hann er tvífráskilinn og á nokkur misheppnuð sambönd að baki. Árið 1987 kvæntist hann Melissu Womer og eignaðist með henni dótturina Erin Jane en hjónabandinu lauk ári 1995.

Ári síðar kvæntist hann Dumb and Dumber mótleikkonu sinni Lauren Holly en þau skildu eftir aðeins tæpt ár. Við tók sambandið við Renée sem lauk árið 2000 og svo nokkur minni ástarævintýri. Það var svo árið 2005 sem hann hóf samband með fyrirsætunni og sjónvarpskonunni Jenny McCarthy sem entist í fimm ár.

Frá 2011 til 2015 átti Jim í stopulu sambandi við förðunarfræðinginn Cathriona White. Þau sáust síðast saman í september 2015 en hún tók eigið líf níu dögum síðar aðeins þrítug að aldri.

Sorglegur endir: Kærasta hans svipti sig lífi.

Síðan hefur lítið frést af ástarlífi hans fyrir utan stutt samband við leikkonuna Ginger Gonzaga sem lauk í fyrra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric

Eru komnir í baráttu við félög í Mið-Austurlöndum um undirskrift Modric
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.