fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Jim Carrey opnar sig fyrir Howard Stern – Renée Zellweger var ástin í lífi hans

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 20:00

Stóra ástin: Jim og Renée Zellweger.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háðfuglinn Jim Carrey mætti í viðtal hjá Howard Stern í vikunni þar sem hann opnaði sig um lífið, tilveruna og nýju bókina hans. Bókin sem nefnist Memoirs and Misinformation er skáldsaga byggð á ævi gamanleikarans og skrifuð af honum sjálfum og Dana Vachon.

Í henni er minnst á rúmlega árs langt ástarsamband Jims við leikkonuna Renée Zellweger en þau kynntust við tökur á gamanmyndinni Me, Myself & Irene. Stern kvaðst hafa verið undrandi á að lesa að Renée hafi verið stóra ástin í lífi hans en Jim staðfestir það. „Það er satt og hún var mér ákaflega dýrmæt. Mér finnst hún alveg yndisleg.“

Jim ásamt meðhöfundi bókarinnar; Dana Vachon.

Jim er einhleypur um þessar mundir en hann er tvífráskilinn og á nokkur misheppnuð sambönd að baki. Árið 1987 kvæntist hann Melissu Womer og eignaðist með henni dótturina Erin Jane en hjónabandinu lauk ári 1995.

Ári síðar kvæntist hann Dumb and Dumber mótleikkonu sinni Lauren Holly en þau skildu eftir aðeins tæpt ár. Við tók sambandið við Renée sem lauk árið 2000 og svo nokkur minni ástarævintýri. Það var svo árið 2005 sem hann hóf samband með fyrirsætunni og sjónvarpskonunni Jenny McCarthy sem entist í fimm ár.

Frá 2011 til 2015 átti Jim í stopulu sambandi við förðunarfræðinginn Cathriona White. Þau sáust síðast saman í september 2015 en hún tók eigið líf níu dögum síðar aðeins þrítug að aldri.

Sorglegur endir: Kærasta hans svipti sig lífi.

Síðan hefur lítið frést af ástarlífi hans fyrir utan stutt samband við leikkonuna Ginger Gonzaga sem lauk í fyrra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þrír hengdir á tveimur dögum – Ekki fleiri aftökur í yfir 20 ár

Þrír hengdir á tveimur dögum – Ekki fleiri aftökur í yfir 20 ár
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Langar þig að eiga sumarhús erlendis? Sérfræðingar segja þessi lönd skara fram úr

Langar þig að eiga sumarhús erlendis? Sérfræðingar segja þessi lönd skara fram úr
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.