fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Valentina Sampaio er fyrsta transfyrirsætan á forsíðu Sports Illustrated

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valentina Sampaio er fyrsta transfyrirsætan á forsíðu Sports Illustrated . Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi 23 ára fyrirsæta skrifar nafn sitt í sögubækur tískunnar því hún var fyrsta transkonan á forsíðu tískubiblíunnar Vogue árið 2017 og síðasta sumar varð hún fyrsta transfyrirsætan á launaskrá nærfatarisans Victoria’s Secret. En þessir persónulegu sigrar Valentinu hafa ekki verið auðveldir og hún hefur þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Valentina er gallsharður stuðningsmaður baráttu transfólks , ekki síst í heimalandi sínu Brasilíu, þar sem það er beinlínis lífshættulegt að vera hluti af transsamfélaginu en árið 2019 voru framin 129 morð á transfólki þar í landi. „Brasilía er fallegt land en þar eru framdir flestir ofbeldisglæpir gegn transfólki í heiminum – þrisvar sinnum fleiri en í Bandaríkjunum,“ segir Valentina.

Í opnu bréfi sem hún birti á Instagram síðu sinni og heimasíðu Sports Illustrated segir hún langþráðan draum hafa ræst og þakkar blaðinu þetta einstaka tækifæri sem henni hafi hlotnast. Hún þakkar einnig öllu því ötula fólki sem barist hefur fyrir réttindum transfólks í gegnum tíðina sem hefur gert henni auðveldara fyrir að ná sínum markmiðum. Og hún ætlar ekki að láta þar við sitja heldur halda áfram að leggja sín lóð á vogarskálina. „Ég er staðráðin í því að halda áfram að vaxa og dafna svo ég geti rutt brautina fyrir aðra,“ segir þessi flotta fyrirmynd.

Sports Illustrated: Langþráður draumur rætist þegar blaðið með Valentinu kemur út 21. júlí.

Vogue 2017: Valentina braut blað í sögu Vogue.

Ægifögur: Valentina er farsæl fyrirsæta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.