fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar – Hvaða lag lýsir þér best í þessari viku?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 14. júní 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða lag lýsir þér best í þessari viku?

Gildir 5. – 11. júní

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Lag vikunar er Let it be með Bítlunum. Ef þú ert ekki að fá þá útkomu sem þú vilt er gott að finna friðinn í millibilsástandinu og treysta því að þetta muni líða hjá. Þú ert þinn harðasti dómari, finndu friðinn, maður, samþykktu sjálfa/n þig!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þitt þemalag vikunnar er Ég er slakur að njóta og lifa… Varstu mögulega aðeins of stressuð/aður í síðustu viku með litla þolinmæði sem bitnaði á hinum og þessum? Það er allavega liðið hjá. Kannski er einhver sem á inni afsökunarbeiðni hjá þér?

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Tvíburakrúttið er í stuði þessa vikuna til þess að hjálpa þeim sem þeim þykir vænt um og er óvenju gjafmilt við að búa til rými og tíma fyrir sitt fólk. Þemalagið þitt er I got you babe…

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Who are you gonna call? Ghostbusters! Ef þér finnst málin vera yfirþyrmandi og gamlir draugar koma upp á yfirborðið og/eða slæmar minningar, þá er kannski málið að hringja í stuðningsaðila þinn. Leyfðu fólkinu þínu að vera til staðar. Hver er þinn draugabani?

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Hækkaðu vel í Don’t worry about a thing með Bob Marley. Þú veist að hann mun koma skapinu í lagi og létta í þér lundina, betri tímar eru fram undan. Þér finnst eins og fargi hafi verið af þér létt og nú er tíminn til þess að dilla sér við góðan takt. Ekki ofhugsa hlutina.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Cry me a river gæti mögulega lýst þér þessa vikuna. Hristu þessa sjálfsvorkunn burt og skiptu um útvarpsstöð. Þú hefur valdið og getur alveg breytt um stefnu, bara spurning um viðhorf. Já, hættu þessu væli! Þú hefur valdið innra með þér til að breyta.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Elsku rómantíkus … Torn between two lovers, feeling like a fool gæti átt við þig þessa vikuna því þú elskar allt og alla og vilt sýna fólki að þú elskir það, en þarft mögulega að velja á milli þess að flytja í kommúnu eða gerast mormóni. Þú ræður.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Vá! Kæri, Sporðdreki. Þetta nýja sjálfsöryggi lítur vel út á þér og með þessu nýja sjálfstrausti koma alls konar skemmtileg tækifæri og fólk laðast að þér. Súperstar er lag vikunnar hjá þér!

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Don’t stop me now I am having such a good time… Já, það er kominn einhver galsi í þig og þú vilt bara skemmta þér og njóta því loks er smá jafnvægi að detta inn í líf þitt og álagið að jafnast. Láttu það eftir þér, skemmtu þér, þú átt það sannarlega skilið. Mundu að allt leitar jafnvægis!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

I’d rather be alone than unhappy. Já, hún Whitney Houston okkar kunni þetta, ekki láta neinn vaða yfir þig. Verndaðu sjálfið! Ef fólk er ekki að koma vel fram við þig, skaltu losa þig undan því. Þú ert þinn eigin herra.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski… Það er svo gott og hollt að fara út fyrir þægindarammann sinn. Þannig nærðu að brjóta rútínuna og upplifa nýja hluti. Þannig að áður en þú segir nei, segðu þá allavega kannski!

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

I’m too sexy for my shirt… Úff, hvaðan kemur allur þessi kynþokki? Þú ert sjóðandi heit/heitur og það er allt í lagi að finnast það líka sjálfri/um. Með nýju lúkki kemur ný stemming, og ef þú ert með Tinder-prófíl þá máttu bara eyða honum. Þú þarft bara alls ekkert á honum á halda!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja

Fyrirsæta harðlega gagnrýnd fyrir að ferðast með COVID og smita ættingja
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.