fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. maí 2020 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir raunveruleikaþættir, Labour of Love, á sjónvarpsstöðinni Fox hafa vakið mikla athygli. Þættirnir minna um margt á stefnumótaþætti sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarinn áratug eins og til dæmis þættirnir The Bachelor og The Bachelorette, en hér eru á ferðinni þættir með öðru markmiði en áður hefur þekkst, barneignir.

Í þáttunum etja 15 menn kappi við að vinna hug fyrrverandi Bachelor keppandans, Kristy Katzmann. Mennirnir munu yfir átta þætti taka þátt í ýmsum smákeppnum sem munu reyna á hæfileika þeirra sem feður.

Í loka þættinum mun Kristy svo ákveða hvort hún vilji eiga barn með einhverjum keppandanum og hvort hún vilji gera það í gegnum samband við manninn, eða hvort hún vilji aðeins fá sæði hans.

Fyrsti þátturinn hefur þegar verið sýndur á FOX og í fyrstu samkeppninni þurftu keppendur að láta prófa sæði sitt og stóð sá maður upp sem sigurvegari sem hafði besta sæðið.

„Ég hélt að barn myndi bara koma eðlilega. Ég myndi hitta rétta aðilann og við myndum búa til fjölskyldu. En eftir að ég varð fertug þá fóru viðvörunarbjöllurnar að hringa og ég tel að margar konur séu í sömu stöðu og ég. Svo þetta hljómar kannski furðulega en er í raun og veru nokkuð sem margir geta tengt við,“ sagði Katzmann í samtali við The Los Angeles Times.

Netverjar á Twitter eru margir í áfalli yfir þessari þáttaröð.

„Maður var að fá toppeinkunn fyrir að vera með besta sæðið af öllum þeim mönnum sem eru að keppast um að barna konu – þetta er sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöð árið 2020. Við eigum ekki skilið að vera lifandi,“ skrifaði ein manneskja á Twitter.

Önnur manneskja kallaði þetta„bilaðasta“ raunveruleikaþátt sem hún hefur nokkru sinni séð.

„Getum við talað um þennan nýja þátt, Labor of Love? Getur einhver sagt mér að ég sé ekki eina manneskjan sem er gjörsamlega misboðið. Lærðum við ekkert af öllum misheppnuðu samböndunum úr The Bachelor/Bachelorette? Nú stendur til að barna konu. Nei. Hættið þessu. Hættið“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.