fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Var að sigrast á krabbameini þegar hún lést úr COVID-19 – Kvaddi börnin í gegnum talstöð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum fékk Sundee Rutter þær góðu fréttir að hún væri að sigrast á brjóstakrabbameini. En skyndilega var hún að deyja úr öðrum sjúkdómi og börnin hennar sex þurftu að kveðja hana í gegnum glugga með talstöð í hendinni.

Sundee Rutter lést úr COVID-19 þann 16. mars síðastliðinn, aðeins 42 ára að aldri. Hún var ein þegar hún dó og börnin hennar sex þurftu að kveðja móður sína í gegnum talstöð. Börnin, sem eru á aldrinum 13 til 24 ára, þurftu að kveðja föður sinn átta árum áður.

Sundee Rutter.

„Við horfðum á hana í gegnum gluggann og hvert okkar gat talað við hana og kvatt hana,“ segir sonur hennar, Elijah Ross-Rutter, 20 ára, í samtali við CNN.

„Ég náði að segja henni að ég elskaði hana. Þetta er frekar erfitt, því þú veist ekki hvað þú átt að segja á þessu augnabliki.“

Hann sagði móður sinni að eldri systkinin myndu hugsa vel um þau yngri. Elsta barn Sundee, hann Tyree Ross-Rutter, mun fá forræði yfir systkinum sínum sem eru 13, 14 og 15 ára.

„Við ætlum að búa öll saman og komast í gegnum þetta saman,“ segir Elijah.

Í janúar 2020 fékk Sundee Rutter þær góðu fréttir að hún væri að sigrast á brjóstakrabbameini. Þann 2. mars varð hún veik og var lögð inn á sjúkrahús. Hún lét lífið aðeins tveimur vikum seinna.

Rúmlega 70 milljón krónur hafa safnast fyrir fjölskylduna í gegnum GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“