fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

„Hann er alltof rauðhærður fyrir mig“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. september 2019 10:00

Myndin tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Sólveig Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, segir nútímastefnumótamenningu einkennast af „færibandaframleiðslu og kapítalískri neysluhyggju“ í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir stefnumótamenninguna í dag snúast um leit að fullkomnun og að gera meira en næsti maður.

„Við höfum gjörsamlega glatað öllu heilbrigðu sjónarmiði þegar kemur að ást í nútíma samfélagi. Með tilkomu stefnumótasmáforrita og netvæðingu höfum við sogast enn lengra inn í spíral neysluhyggjunar sem nú einnig hefur tekið yfir ástina,“ segir Sara Sólveig.

Um daginn gómaði hún sjálfa sig segja upphátt: „Hann er alltof rauðhærður fyrir mig.“

„„Ha, hvað meinarðu?“ sagði vinkona mín. „Já, æj, ég myndi alveg fíla hann ef hárið hans hefði annars konar rauðlitan blæ.“ „Díses kræst.“ Hvað er að gerast. Þetta er svo absúrd,“ segir Sara Sólveig.

Hún segir það fullkomlega í lagi að fólk hafi sinn smekk „en þessi hugsunarháttur í sambandi við að finna ástina er farinn að verða ógurlega vélrænn.“

Sara Sólveig veltir því fyrir sér hvort þessi hugsunarháttur muni flytjast yfir á börnin okkar.

„Munum við í framtíðinni með tilkomu aukinnar tækni getað  átt við gen í fósturvísi þar sem við getum handvalið útlit og persónueinkenni barnanna okkar? Þetta fer bráðum að vera spurning um siðferði,“ segir hún.

„Við höfum sogast inn í vítahring kapítalískrar neysluhyggju. Við erum sjálfhverfir bavíanar sem þurfum á sífelldri viðurkenningu að halda frá umheiminum.“

Þú getur lesið pistil Söru Sólveigar í heild sinni í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kennara vikið frá störfum á Eyrarbakka vegna meints ofbeldis gegn einhverfum nemanda – Móðir kallar eftir úrbótum

Kennara vikið frá störfum á Eyrarbakka vegna meints ofbeldis gegn einhverfum nemanda – Móðir kallar eftir úrbótum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ráð fyrrverandi flugfreyju – Gerðu alltaf þetta þegar þú ferð á hótel

Ráð fyrrverandi flugfreyju – Gerðu alltaf þetta þegar þú ferð á hótel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum

Sögulegt bann tekur gildi á Maldíveyjum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.