fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Áhrifavaldur í bobba: „Þetta er reynsla sem ég vil gleyma sem fyrst“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 18. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskt Instagram módel segist hafa verið læst í „ógeðslegum“ klefa í 24 tíma af lögreglunni í Tælandi.

Lacey Montgomery-Henderson segir að lögreglan hafi komið fram við hana eins og dýr eftir að upp komst að það vantaði tvær síður í vegabréfið hennar. Lacey segist hafa verið á leiðinni í 10 daga vinnuferð í Bangkok en henni var meinaður aðgangur að landinu.

Opinberir starfsmenn á flugvellinum höfðu þá hafnað vegabréfinu en Lacey hafði látið laga það eftir að eitthvað sullaðist á það fyrir nokkrum árum. Hún segir starfsmennina hafa endurtekið aftur og aftur að þeir gætu ekki samþykkt vegabréfið.

Lacey segir að eftir þetta hafi hún verið lokuð inni af lögreglunni en samkvæmt henni var „fangaklefinn yfirfullur af kakkalökkum“. Lacey tjáði sig um málið á Instagraminu sínu og sagðist finna til ábyrgðar.

„Mér finnst eins og að það sé á minni ábyrgð að enginn annar lendi í aðstæðum sem þessum. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að lenda í þessu, þeir koma fram við mann eins og dýr. Þetta er reynsla sem ég vil gleyma sem fyrst.“

Lacey var að lokum sleppt og fékk að fljúga aftur til Bretlands með fylgd frá starfsmönnum British Airways.

https://www.instagram.com/p/B2e7FGWgllu/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.