fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Var hinn eini, rétti elskhugi beint fyrir framan þig allan þennan tíma?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 1. september 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir frá 1.–7. september

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Sumarið hefur verið gott og stútfullt af alls kyns freistingum. Nú er komið að því að þú hugir að heilsunni. Ekki láta hvað sem er ofan í því og fylgstu vel með því hvort einhverjar fæðutegundir fara illa í þig. Þú gætir verið með óþol fyrir mat sem þú lætur reglulega ofan í þig.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nú verður þú að hætta að pæla í öllum í kringum þig og fókusera á þig sjálfa/n. Það gengur ekki upp að allt sem fer aflaga í þínu lífi sé öðrum að kenna. Þú verður að horfa gagnrýnt á þig sjálfa/n og gera þér grein fyrir hverju þú ert góð/ur í og í hverju þú mátt bæta þig. Að horfa í eigin barm er nauðsynlegt upp á farsæla framtíð þína.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það er skemmtileg ferð í vændum sem þú nýtir til að hreinsa hugann og hugsa framtíðina upp á nýtt. Þú stendur á miklum tímamótum og það skiptast á gleði og sorg í hjarta þínu. Þú ert hins vegar fullviss um að þú hafir tekið rétta ákvörðun en ekkert í þessu lífi er annaðhvort svart eða hvítt. Leyfðu þér að syrgja það sem var áður en þú heldur áfram.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú ert mikil sögumanneskja og nærð vel að höfða til tilfinninga fólks. Þú hyggur á frama sem einyrki og leitar að hinum fullkomna stað þar sem sköpunargáfa þín getur verið óheft. Þú þarft að umkringja þig skapandi fólki til að komast áfram og þú finnur nákvæmlega þann stað sem þú átt að vera á.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Síðasta vika var ansi erfið því pyngjan er létt. Nú þarftu að fara að forgangsraða betur í lífinu svo þú sért ekki alltaf á hvínandi kúpunni þegar að mánaðamótin nálgast. Skipulegðu þig betur og þú losnar við óþarfa fjárhagsstreitu. Hún er mannskemmandi og best að forðast hana eins og heitan eldinn.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú ert búin/n að hugsa mikið betur um þig sjálfa/n undanfarið og það sést. Fólk laðast að ljómanum þínum en það eru einhverjar sérstaklega aðlaðandi breytingar í vændum í þínu lífi sem einhvern veginn er glóra í. Lofaðar meyjar mega búast við því að vera öflugri í ástalífinu þar sem þeim líður betur í eigin skinni.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Ástamálin eru í blóma hjá voginni og henni hefur sjaldan liðið betur ef litið er til einkalífsins. Í vinnunni þarftu að varast tungulipra einstaklinga sem reyna að fá þig til að gera allt mögulegt án þess að fá það borgað til baka. Þú ert alveg að fara að finna þína hillu – hilluna sem þú getur dvalið lengi á og verið sátt/ur. Vittu til!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það er manneskja sem þú hefur dæmt í bak og fyrir sem kemur þér rækilega á óvart í þessari viku. Þú getur nefnilega verið rosalega dómhörð/-harður og lærdómur vikunnar er einfaldlega sá að dæma ekki bók eftir kápunni. Þetta á líka við í ástalífinu hjá einhleypum sporðdrekum. Var hinn eini, rétti elskhugi beint fyrir framan þig allan þennan tíma?

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það eru miklar hræringar í lífi þínu og þú færð stórkostlegt tækifæri tengt vinnunni sem þýðir að þú nærð markmiðum þínum. Nú þarftu því að setja þér ný markmið og mundu að miða hærra, hærra, hærra! Þú munt ná á toppinn ef þú heldur vel á spilunum, heldur fólki nærri þér sem ögrar þér og lokar aldrei á hugmyndir – sama hve skringilegar þær virðast í fyrstu.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Þú ferð í sveitaferð með hópi sem er þér mjög kær og þessi ferð á eftir að lifa í minnum manna í mörg, mörg ár – jafnvel til æviloka. Hópurinn er þéttur og lítill og þú nærð að létta ýmsu af þér sem þú hefur ekki getað gert undanfarið. Þú mætir aftur í raunveruleikann léttari og skemmtilegri manneskja og skilur allan pirring eftir í sveitinni.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ert orðin þreytt/ur á því að halda fólki alltaf í svona mikilli fjarlægð. Þú þarft að læra að opna á tilfinningar þínar og opna þig fyrir fólki en jafnframt að passa upp á að fara ekki gegn eigin sannfæringu. Það er nefnilega manneskja sem þarf að fá þig án brynjunnar og það er mjög nauðsynlegt einmitt núna.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú ert svo skapandi og rómantísk/ur í vikunni að það hálfa væri nóg! Þér eru allir vegir færir og lofaðir fiskar setja í fimmta gír og heilla makann líkt og um hveitibrauðsdaga væri að ræða. Einhleypir fiskar fara grimmt á markaðinn og eiga úr vöndu að ráða – svo mikill verður æsingurinn.

Afmælisbörn vikunnar

1. september – Brynjar Þór Níelsson alþingismaður, 59 ára
2. september – Gunnar Jarl Jónsson þúsundþjalasmiður, 36 ára
3. september – Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur, 54 ára
4. september – Mugison tónlistarmaður, 43 ára
6. september – Halldóra Rut Baldursdóttir leikkona, 36 ára
7. september – Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona, 46 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.