fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Matthías Olsen 8 ára ætlar að hlaupa fyrir kisurnar: „Hann er með hjarta úr svo miklu gulli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 19:30

Matthías Olsen og móðir hans Margrét Sif.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Olsen Elíson er átta ára fótboltakappi og mikill kisuvinur. Hann ætlar að hlaupa til styrktar Villikatta í Reykjavíkurmaraþoninu.

„Matthías ætlaði ekki að hlaupa en þegar hann vissi að hann gæti hlaupið fyrir kisurnar fór hann beint út að æfa sig,“ segir Margrét Sif Sigurðardóttir, móðir hans.

Margrét Sif er í félagi Villikatta. „Við treystum aðeins á styrki til að sinna þessu fallega starfi. Því miður hefur söfnunin þetta árið aðeins fært okkur helming af því sem við náðum í fyrra og þetta skiptir mjög miklu máli þar sem lækniskostnaður fór yfir sjö milljónir í fyrra,“ segir Margrét.

Matthías Olsen og kötturinn Sebastían.

Með hjarta úr gulli

Matthías Olsen á köttinn Sebastían sem fannst yfirgefinn með systkinum sínum í hlöðu, ísköld og nær dauða en lífi.  Villikettir tóku þau að sér, komu þeim í læknishendur og fundu ástrík heimili handa þeim. Sebastían fór heim til Margrétar og Matthíasar.

Margrét segir Matthías vera mikinn dýravin og mikill vinur allra yfir höfuð.

„Hann er með hjarta úr svo miklu gulli. Þegar við vorum úti á Spáni tók hann til dæmis að sér heimilislausan mann því hann sá að hann væri fatlaður. Við fengum sjálf ekki að fara að borða fyrr en við vorum búin að fara og gefa manninum mat. Matthías gaf honum hluta af sínum eigin vasapening á hverjum degi,“ segir Margrét Sif.

Matthías er fótboltakappi og dýravinur.

Reykjarvíkurmaraþonið

Matthías Olsen ætlar að hlaupa fyrir kisurnar á laugardaginn og það er hægt að heita á hann hér.

„Þessi söfnun skiptir svo miklu máli svo að kisur eins og Sebastían geti komist til góðrar heilsu og fundið sitt framtíðarheimili,“ segir Margrét Sif.

„Bara þúsund krónur gera mikinn mun!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Það er nú smá crazy að við höfum byrjað saman á þessum aldri“

„Það er nú smá crazy að við höfum byrjað saman á þessum aldri“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi enn einu sinni á spjöld sögunnar

Messi enn einu sinni á spjöld sögunnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna