fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

„Ég er 104 kíló en það þýðir ekki að ég hreyfi mig ekki“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:00

Tabria Majors.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tabria Majors er fyrirsæta í yfirstærð (e. plus-size). Hún er 104 kíló og vísar staðalmyndum um feitt fólk á bug.

„Ég er frekar sterk. Ég er mjög stolt af því,“ segir hún í viðtali við Women‘s Health Magazine.

„„Þú ert svo heppin að þú þarft ekki að hreyfa þig,“ og „Oh, ég vildi óska þess að ég gæti líka alltaf verið að borða skyndibitamat,“ er brot af því sem ég fæ að heyra á tökustað vegna þess að ég er fyrirsæta sem er 104 kíló. En þessar staðalmyndir eru ekki sannar, ég er ekki löt eða kyrrsetukona, og ég kann ekki að meta að fólk gerir ráð fyrir því að ég sé það,“ segir Tabria.

„Fólk heldur að vegna þess að ég sé stór, þá hreyfi ég mig ekki. En ég er frekar sterk og er mjög stolt af því. Líkami minn er öflugur og ég vil viðhalda þessum vöðvamassa,“ segir hún.

„Í myndatökum fyrir íþróttaklæðnað eru fyrirsætur í minni stærðum látnar hlaupa um og sparka í loftið. Á meðan er ég beðin um að ganga, eða gera framstig. Ég er alveg: „Ókei en get ég fengið ketilbjöllu eða sippuband? Get ég gert eitthvað?“

Tabria segir að hún myndi vilja sjá fyrirsætur í yfirstærð fá sömu tækifæri og aðrar fyrirsætur.

„Ég vil sjá fyrirsætur í yfirstærð gera alvöru æfingar. Ég vil sjá þær svitna á tökustað. Ég vil sjá þær svitna á myndunum. Ég vil sjá þær móðar alveg eins og fyrirsætur í minni stærðum,“ segir Tabria.

„Í mörg ár hafa fjölmiðlar gefið okkur þá hugmynd að feitt er rangt, stórt er rangt, þú getur ekki gert neitt. En ég er hér til að breyta því.“

Lestu viðtalið við Tabriu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.