fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025

„Ég er 104 kíló en það þýðir ekki að ég hreyfi mig ekki“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:00

Tabria Majors.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tabria Majors er fyrirsæta í yfirstærð (e. plus-size). Hún er 104 kíló og vísar staðalmyndum um feitt fólk á bug.

„Ég er frekar sterk. Ég er mjög stolt af því,“ segir hún í viðtali við Women‘s Health Magazine.

„„Þú ert svo heppin að þú þarft ekki að hreyfa þig,“ og „Oh, ég vildi óska þess að ég gæti líka alltaf verið að borða skyndibitamat,“ er brot af því sem ég fæ að heyra á tökustað vegna þess að ég er fyrirsæta sem er 104 kíló. En þessar staðalmyndir eru ekki sannar, ég er ekki löt eða kyrrsetukona, og ég kann ekki að meta að fólk gerir ráð fyrir því að ég sé það,“ segir Tabria.

„Fólk heldur að vegna þess að ég sé stór, þá hreyfi ég mig ekki. En ég er frekar sterk og er mjög stolt af því. Líkami minn er öflugur og ég vil viðhalda þessum vöðvamassa,“ segir hún.

„Í myndatökum fyrir íþróttaklæðnað eru fyrirsætur í minni stærðum látnar hlaupa um og sparka í loftið. Á meðan er ég beðin um að ganga, eða gera framstig. Ég er alveg: „Ókei en get ég fengið ketilbjöllu eða sippuband? Get ég gert eitthvað?“

Tabria segir að hún myndi vilja sjá fyrirsætur í yfirstærð fá sömu tækifæri og aðrar fyrirsætur.

„Ég vil sjá fyrirsætur í yfirstærð gera alvöru æfingar. Ég vil sjá þær svitna á tökustað. Ég vil sjá þær svitna á myndunum. Ég vil sjá þær móðar alveg eins og fyrirsætur í minni stærðum,“ segir Tabria.

„Í mörg ár hafa fjölmiðlar gefið okkur þá hugmynd að feitt er rangt, stórt er rangt, þú getur ekki gert neitt. En ég er hér til að breyta því.“

Lestu viðtalið við Tabriu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.