fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Fékk sér varafyllingar eftir að hafa horft á Love Island: „Ég var í rosalegum sársauka“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saysha Williams, 25 ára, sagði að hún fann fyrir pressu að fá sér varafyllingar eftir að hafa horft á raunveruleikaþáttinn Love Island. Kvenkyns stjörnur Ástareyjunnar eru margar hverjar með stórar og þrýstnar varir. Langaði Sayshu að vera eins og ákvað að fá sér varafyllingar. Hún sá fljótlega eftir þeirri ákvörðun. Hún fékk skelfilega sýkingu og er enn aum í vörunum, þremur árum seinna. Saysha segir The Sun sögu sína.

Varafyllingar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu missera. Nýjasta dæmið er að fyrrverandi fegurðardrottningin og áhrifavaldurinn Manuela Ósk er með gjafaleik í gangi á Instagram þar sem hún ætlar að gefa fylgjanda varafyllingu. En þessi aðgerð er ekki áhættulaus. DV ræddi við Ágúst Birgisson lýtalækni í apríl um áhætturnar sem geta fylgt varafyllingum.

Love Island stjarnan Megan Barton Hanson hefur sagt að fá sér varafyllingar sé svipaðar og „láta laga á sér hárið.“

Eftir varafyllinguna urðu varir Sayshu bláar og hún fékk hræðileg útbrot sem dreifðust um allt andlit hennar. Í dag er hún með ör fyrir ofan efri vör og er enn mjög aum.

Saysha segir að hún var ekki óörugg með varir sínar þegar hún var unglingur, en þegar hún var 22 ára byrjaði henni að líka illa við útlit sitt.

„Love Island hafði mikil áhrif. Það er einn af þeim þáttum þar sem stelpurnar eru fullkomnar,“ segir Saysha.

„Þetta leit út fyrir að vera rosalega góð hugmynd. Ég var stöðugt að skoða myndir af stjörnum með stórar og þrýstnar varir og ég byrjaði að bera mínar varir saman við þeirra,“ segir hún.

„Á þessum tíma var ég mjög óörugg um útlit mitt og hélt að varafyllingar myndu auka sjálfstraust mitt.“

Varir hennar áður en hún fór í varafyllingu.

Þrátt fyrir að móðir hennar og bróðir vöruðu hana við áhættunum sem geta fylgt varafyllingum, þá bókaði hún tíma í ágúst 2016.

Hún bókaði tíma hjá sömu konu og vinkona hennar fór til.

„Ég fékk sent heimilisfangið af íþróttavettvangi, sem mér þótti frekar spes. Þegar ég mætti þá þurfti ég að bíða heillengi eftir að komast að. Hún setti svo deyfikrem á varir mínar og byrjaði svo að sprauta. Þegar hún var búin sýndi hún mér varirnar í spegli og ég var mjög ánægð. Þær litu mjög vel út,“ segir Saysha.

Hún viðurkennir að hún hafi ekki spurt konuna hvort hún væri með viðeigandi réttindi þar sem vinkona hennar hafði farið áður til hennar.

Útbrotin dreifðu sér um andlit hennar.

Um kvöldið byrjaði Saysha að hafa áhyggjur því varir hennar voru enn dofnar og bólgnar.

„Efri vör mín var bláleit og ég hélt að þetta væri bara marblettur að myndast. En þetta varð mikið verra. Næsta dag var ég í rosalegum sársauka og byrjaði að fá hvíta bletti á andlit mitt, meðal annars á nef mitt.“

Saysha fékk hrúður og sár um allt andlit, hún segir þetta hafa verið mjög sársaukafullt og það slæmt að hún gat ekki drukkið né borðað í fimm daga.

Hún hringdi í konuna sem sprautaði í varir hennar. Konan sagði að Saysha væri með herpes og gaf henni einhverjar töflur. En varir Sayshu versnuðu og útbrotin dreifðust. Á þessum tímapunkti ákvað hún að fara til læknis.

Saysha í dag.

Það kom í ljós að Saysha væri með alvarlegt tilfelli af kossageit, sem er sýking. Ástæðan fyrir kossageitinni var að hreinlætis var ekki gætt á meðan aðgerðin var framkvæmd.

Sayshu var gefið sterk sýklalyf og það tók þrjár vikur fyrir sýkinguna að fara. Samt sem áður finnur Saysha enn þá til í dag, þremur árum síðar.

Hún segist vilja segja sögu sína til að vara aðra við. „Ég sé eftir því að hafa fengið mér varafyllingar. Fólk mun segja að ég sé heimsk og þetta sé mér að kenna. Ég veit að þetta er mér að kenna, þess vegan vil ég tala um þetta. Ég sé svo margar ungar stelpur í dag sem vilja fá sér varafyllingar og þær þurfa þess ekki,“ segir hún.

„Ég hef séð auglýsingar á Facebook af hárgreiðslukonum sem auglýsa varafyllingar. Á sumum stöðum þarftu aðeins að sitja í einn dag á námskeiði til að geta boðið upp á varafyllingar. Fólk elskar Love Island og ég ætla ekki að segja að það sé slæmt sjónvarpsefni. En það er ákveðin hætta við þætti sem auglýsa aðeins eitt ákveðið útlit. Ungt fólk horfir á þættina og heldur að þetta sé normið. Stjörnur tala ekki um hætturnar sem geta fylgt þessum aðgerðum, þær sýna aðeins það jákvæða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.