fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Opnar sig um fósturmissi: „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 10:30

Shay Mitchell. Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shay Mitchell opnar sig um fósturmissi í nýju YouTube myndbandi.

Pretty Little Liars leikkonan er komin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún heldur úti mjög vinsælli YouTube rás og deildi myndbandi frá trylltustu kynjaopinberun sem við höfum séð.

Í byrjun árs 2019 deildi hún með fylgjendum sínum að hún hafði misst fóstur. Í skilaboðum til fylgjenda sinna skrifaði hún:

„Stuðningurinn og ástin sem svo mörg ykkar sýna mér hjálpar mér á mínum erfiðustu dögum, einn þeirra var dagurinn sem ég missti fóstur og missti barn drauma minna.“

Sex mánuðum seinna, í lok júní 2019, tilkynnti Shay að hún væri ólétt. Nú opnar hún sig um meðgönguna og einnig fósturmissinn, í nýrri YouTube-seríu, „Almost Ready“.

Fyrsti þátturinn er kominn á YouTube og heitir „Að halda leyndarmáli.“ Í þættinum talar Shay um samband sitt með Matte Babel.

„Við byrjuðum saman í rólegheitum fyrir þremur árum. Við erum bestu vinir núna,“ segir Shay.

Eins og fyrr segir er Shay komin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn og tilkynnti það fyrir stuttu. Hún segir hver ástæðan var á bakvið biðina.

„Ég ákvað að bíða með að tilkynna vegna þess sem hafði gerst áður. Það gekk ekki eins og ég vonaðist eftir, og það var rosalega erfitt,“ segir Shay.

„Fyrsta sinn sem ég var ólétt var í fyrra. Við Matt plönuðum það ekki, það bara gerðist og við vorum virkilega spennt. Ég var komin um 14 vikur á leið og á þeim tíma þá hafði ég ekki hugmynd um tölfræðina á bakvið fósturmissi. Þegar það gerðist þá kom það mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Shay og brotnar niður.

Hún segist enn eiga sónarmyndirnar af fóstrinu og myndefni frá læknisheimsóknum.

„Þetta er skrýtið því ég hef ekki skoðað þær, augljóslega. En það er ekki eins og ég hef gleymt að þetta gerðist, auðvitað er ég ótrúlega hamingjusöm núna en ég syrgi enn það sem ég missti.“

Horfðu á þátt Shay hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Í gær

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi