fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

10 staðreyndir um fullnægingar kvenna

Ragnheiður Eiríksdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullnægingar eru frábærar fyrir heilsuna, þeim fylgir slökun, vellíðan og endurnæring. Við kynferðislega örvun eykst líka blóðflæði til kynfæra og grindarhols, og það hefur góð áhrif á starfsemi vefjanna og framleiðslu hormóna. Margar konur eru svo heppnar að geta fengið fullnægingu mörgum sinnum í röð, án þess að hvíla sig að ráði á milli, og fyrir sumar er fyrsta fullnægingin bara olía á eldinn.

Þegar kona fær fullnægingu verður skyndileg losun á kynferðislegri spennu sem hefur byggst upp með örvun á kynnæmum taugaendum.

Þegar spennan losnar verður ósjálfráður vöðvasamdráttur í grindarholi og víðar í líkamanum og sælutilfinning breiðist út um líkamann. 

Við fullnæginguna myndar líkaminn hormón eins og oxytósín, prólaktín og endorfín. Þessi hormón hafa í för með sér sælutilfinningu, slökun og knúsþörf.

Snípurinn er kynnæmasti líkamshluti konunnar og sá eini sem hefur engan annan tilgang en að veita sælu. 

Stærstu hlutar snípsins eru inni í grindarholinu og aðeins örlítill partur hans er aðgengilegur með beinni snertingu á yfirborðinu. Á þessu örlitla yfirborði sitja yfir 8.000 kynnæmir taugaendar.

Innri hlutar snípsins eru að miklu leyti úr stinningarvef. Þangað eykst blóðflæði við kynferðislega örvun – þannig fá konur standpínu inn á við!

Aðrir staðir kynfæranna eru vissulega kynnæmir, til dæmis G-bletturinn (sem í raun er hluti snípsins, aðgengilegur í gegnum örvun á framvegg legganganna), innri og ytri skapabarmar, leggangaop og endaþarmsop.

Rannsóknir hafa sýnt að 70–80% kvenna þurfa markvissa örvun á yfirborð snípsins til að fá fullnægingu.

Kynnæmustu taugaendar legganganna eru í fremsta þriðjungi þeirra, þ.e. næst opinu. 

Hægt er að fá fullnægingu með örvun annarra líkamsparta en þeirra augljósu. Til dæmis geta allt að 30% kvenna fengið fullnægingu við örvun á geirvörtum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.