fbpx
Föstudagur 31.október 2025

Fimm hlutir á heimilinu sem þú átt að selja en ekki henda

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 8. febrúar 2019 19:30

Garage sale yard sale old unwanted items and utensils.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er löngu kominn tími til að taka til á mörgum heimilum, tími til að hreinsa út fyrir vorið. Þó veðrið beri ekki vott um betri tíð akkúrat núna er gott að hafa í huga að vorið kemur samt. Þá er líka enn meiri ástæða til að taka til og lífga upp á heimilið svo það sé búið og gert þegar sólin lætur loksins sjá sig.

Það er hins vegar algjör óþarfi að henda öllu því sem á vegi þínum verður. Af hverju ekki að reyna að græða smá á tiltektinni? Hér eru fimm hlutir á heimilinu sem Bleikt týndi til á sínum tíma sem þú átt að selja, en ekki henda.

Föt

Föt sem þú notar ekki lengur, en eru í góðu standi, eru auðveld söluvara. Taktu myndir og settu í einn á þeim Facebook hópum sem eru einmitt tileinkaðir þessu. Ef þig langar að leita utan Internetsins er líka tilvalið að leigja bás í Kolaportinu – fyrir þá sem hafa nóg að selja.

Gamlir símar og fartölvur

Við vitum ekki til þess að fyrirtæki á Íslandi greiði fólki fyrir gömul tæki, en eftirspurnin er mikil úti í heimi. Þú getur skoðað möguleika eins og eBay, en einnig eru fyrirtæki á vefnum sem vilja glöð greiða fyrir gömul tæki – þá er það bara spurning hvort sendingarkostnaðurinn borgi sig.

Húsgögn

Húsgögnin sem þú vilt losna við STRAX gætu verið einmitt það sem einhver annar er að leita að. Það er ekki að ástæðulausu að Góði hirðirinn rekur vinsæla verslun – og við mælum svo sannarlega með því að setja gömul húsgögn þangað í stað þess að henda. En ef ÞÚ vilt græða eitthvað á húsgögnunum þínum væri ekki vitlaust að auglýsa þau til sölu á þar til gerðum síðum á Facebook.

Geisladiskar og DVD

Nú eru flestir komnir með nýjustu tækni þar sem óþarfi er að eiga DVD tæki eða geislaspilara. Margir eiga þó enn heilan helling af tónlist og bíómyndum sem þeir eru hættir að nota. Þrátt fyrir að heimilið ykkar noti ekki lengur þessa gömlu tækni eru líklega einhverjir þarna úti sem kunna að meta hana og væru til í að kaupa diskana á slikk. Það er því ekki vitlaust að reyna að selja allt safnið á netinu.

Bækur

Er bókahillan að sligast undan gömlum reyfurum sem engan langar að lesa lengur? Kannski er kominn tími til að lífga upp á hana. Gamlar bækur er auðvelt að gefa, en þær má líka selja víða – hvort sem það er á veraldarvefnum eða utan hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru tvær reglur sem United er með í leikmannakaupum – Lofar því að áfram verði fjárfest í hópnum

Þetta eru tvær reglur sem United er með í leikmannakaupum – Lofar því að áfram verði fjárfest í hópnum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.