fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025

7 snyrtivörur sem þú ættir aldrei að lána öðrum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú myndir væntanlega aldrei deila tannburstanum þínum með öðru fólki en þegar kemur að snyrtitöskunni er gott að vita hverju þú átt að halda fyrir þig. Eftirfarandi sjö atriði hefur verið mælt með að þú notir ekki með öðru fólki og Bleikt endurbirtir. Þetta skalt þú leggja vel á minnið:

Plokkari:

Allt sem getur komist í snertingu við blóð ættir þú aldrei að lána öðrum. Jafnvel þó þú takir ekki eftir því fylgir oft örlítið blóð þegar hár er plokkað úr hársekknum. Með þessu móti getur bakteríusýking borist á milli fólks. Ef þú lætur plokka augabrúnirnar þínar á snyrtistofu skaltu ganga úr skugga um að plokkarinn hafi verið sótthreinsaður frá því að síðasti kúnni var plokkaður.

Naglaklippur:

Sýkingar og naglasveppir þrífast vel á naglaklippum, alls ekki lána öðrum þínar til að forðast þessa vágesti.

Sápustykki:

Sápa þrífur þig en hún þrífur sig ekki sjálf. Til að koma í veg fyrir að þú þvoir þér upp úr annara manna skít þá skaltu halda þinni eigin sápu fyrir þig. Enn þá betra ráð er að skipta sápustykkinu út fyrir fljótandi sápu í brúsa. Ef þú notar þvottapoka eða skrúbb í sturtunni skaltu passa að þú ein notir það.

Svitalyktareyðir:

Ef þú notar sama svitalyktareyði og einhver annar ertu að maka á þig allskonar bakteríum og blóðögnum sem er ekkert sérstaklega hollt fyrir líkamann.

Rakvélablöð:

Jafnvel þó að þú skerir þig bara örlítið getur þú smitast eða smitað aðra af blóðsjúkdómum á borð við lifrarbólgu og HIV.

Farði:

Það kemur kannski ekki á óvart en þú ættir að forðast að deila förðunarvörum með öðrum. Líkamsvökvar eins og tár, hor, munnvatn, blóð og bakteríur frá bólum eru oft á húðinni og geta hæglega smitast áfram. Þetta þýðir að augnblýantar, augnskuggar, maskari, hyljari, meik, varalitur og púður og förðunarbursta ættir þú ekki að lána öðrum.

Hárbursti:

Gamla góða tuggan að þú eigir ekki að nota hárbursta og húfur frá öðrum af því að þú getur fengið lýs er enn þá gild á fullorðinsárum. Á sama tíma þá getur þú fengið allskonar sýkingar í hársvörðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.