fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Viðtal Ellen DeGeneres við Dakotu Johnson er svo skelfilega vandræðalegt

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Dakota Johnson var gestur Ellen DeGeneres á dögunum. Viðtalið byrjaði heldur betur vandræðalega og varð bara vandræðalegra. Þú þarft eiginlega að sjá það til að trúa því.

Viðtalið byrjaði á því að Ellen spurði um afmæli Dakotu, en hún varð þrítug í byrjun nóvember. Ellen spurði af hverju henni var ekki boðið og þá tjáði Dakota henni að Ellen var sko boðið, en hafi ekki mætt.

„Þegar ég kom í þáttinn þinn í fyrra þá kvartaðirðu yfir því að ég hafi ekki boðið þér í afmælið mitt, ég vissi ekki einu sinni að þig langaði að koma, ég vissi ekki að þér líkaði vel við mig,“ segir Dakota.

„Auðvitað líkar mér vel við þig. Þú vissir það! Þú hefur komið oft í þáttinn, sýni ég það ekki?“ Segir þá Ellen og því fylgdi frekar vandræðaleg þögn.

Ellen hélt því fram að henni hafi ekki verið boðið, en framleiðendur þáttarins staðfestu frásögn Dakotu, að henni hafi svo sannarlega verið boðið.

„Mér var boðið? Af hverju fór ég ekki? […] Ójá ég var upptekin, þetta var örugglega í Malibu, það er of langt fyrir mig að fara.“

En þarna var viðtalið rétt að byrja.

Þær tala um grínistann sem var í afmælisveislu Dakotu, Tig Notaro. „Það var óvænt! Hún er uppáhalds grínistinn minn,“ segir Dakota.

Áhorfendur í sal voru ekki ánægðir með þessa yfirlýsingu. „Fyrir utan þig,“ sagði Dakota og stóð upp og þóttist fara af sviðinu.

Þetta er ekki búið, þú verður eiginlega bara að horfa á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.