fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Þessar myndir eru teknar sama daginn: „Hættum að bera saman bumbur“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 25. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru eins misjafnar og þær eru margar. Sama á við um líkama þeirra og útlit. Það er ekki hægt að ganga út frá að allir líkamar bregðist eins við, eins og til dæmis meðgöngu. Óléttubumbur eru alls konar og getur verið stundum erfitt að bera sig ekki saman við glansmyndir samfélagsmiðla.

Brittany Williamson, móðir og áhrifavaldur, birti mynd af sér, eða í raun tvær myndir sem hún setti saman í eina. Myndirnar eru teknar sama daginn, en mikill munur er á bumbunni hennar. Hún skrifar með mjög áhrifamikinn texta sem barnshafandi konur, og bara allir sem glíma við líkamsímyndarvandamál, ættu að lesa.

https://www.instagram.com/p/B5QUmAegw4q/

„Sama kona, sama meðganga, sami dagur. Einu munurinn er sjónarhornið og hvernig ég held spennu í kviðnum. Af hverju er ég að deila þessari skrýtnu mynd? Til að minna ykkur á það sem þið vitið nú þegar. Allt sem fólk deilir á netinu er það sem það *vill* að þú sjáir. Það er oft ómögulegt að sjá hvað er raunverulegt og hverju er búið að breyta. Þannig hættið að bera saman óléttukúlurnar ykkar (eða líkamann og lífið líka) við einhvern á netinu. Ég átta mig á því að það er auðveldara sagt en gert, en þess virði að reyna,“ skrifar Brittany.

Instagram-síðan Maternity birti færslu Brittany og hafa samtals tæplega fjögur þúsund manns líkað við myndina.

Hvað segja lesendur, eigum við ekki að hætta að bera okkur saman við fólk á samfélagsmiðlum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?