fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Bleikt

Hamingjusöm fyrir hönd föður síns sem byrjaði með fyrrverandi kærasta hennar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 11:45

T.v.: Saffron og Scott. T.h.: Scott og Barrie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barrie og Tony Drewitt-Barlow voru brautryðjendur á sínum tíma fyrir að vera „fyrstu samkynhneigðu pabbar“ Bretlands. Þeir byrjuðu saman fyrir 32 árum, en skildu fyrir stuttu. Þeir eiga saman þrjú börn og hafa verið mjög opnir um líf sitt. Til að mynda komu þeir fram í þáttunum My Weird & Wonderful Family sem má horfa á neðst í greininni.

Dóttir þeirra, Saffron Drewitt-Barlow, 19 ára, opnar sig um skilnaðinn á Instagram og tilkynnir heldur óvæntar fréttir í leiðinni.

Faðir hennar Barrie er byrjaður með fyrrverandi kærasta hennar, Scott Hutchison sem er helmingi yngri en hann. Scott er 25 ára og Barrie er 50 ára. Saffron segist vera hamingjusöm fyrir þeirra hönd.

Nýja parið.

„Ég vil þakka öllum fyrir skilaboðin eftir að það fréttist að foreldrar mínir væru að skilja. Ég vil að þið vitið öll að foreldrar mínir eru bestu vinir mínir og þó þeir séu ekki „opinberlega“ saman þá eru þeir enn bestu vinir og þykja vænt um hvorn annan,“ skrifar hún í færslu á Instagram.

„Varðandi samband mitt við Scott. Þá er kominn tími til að þið vitið að við vorum aldrei neitt meira en vinir. Scott sagði mér fyrir mörgum árum að hann væri samkynhneigður og ég samþykkti að halda því sem leyndarmáli með því að þykjast vera kærasta hans. Það er það eina! Scott er einn af bestu vinum mínum og ég er hamingjusöm að hann og pabbi geta loksins talað um samband sitt. Ég, bræður mínir og pabbi (e. dad) erum mjög hamingjusöm fyrir Scott og pabba (e. daddy) sem hugsar um veika pabba (e. dad) minn dag og nótt.“

Barrie deildi færslu hennar á sínum samfélagsmiðlum og sagði að þó Tony væri hans „sanna ást“ þá hafa þeir vaxið í sundur síðustu ár og sváfu í sitthvoru herberginu. Eftir að Tony greindist með krabbamein árið 2006 hefur sambandið orðið meira „vinasamband“ heldur en rómantískt.

Fjölskyldan kom fram í þættinum My Weird & Wonderful Family árið 2010. Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu

Fólk í áfalli vegna nýrra raunveruleikaþátta þar sem menn keppast um að barna konu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Almenningur kemur hjúkrunarfræðingi til varnar

Almenningur kemur hjúkrunarfræðingi til varnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Par sem á mörg vinapör – „Enda halda þau skemmtilegustu matarboðin“

Par sem á mörg vinapör – „Enda halda þau skemmtilegustu matarboðin“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sakleysisleg venja eða merki um framhjáhald?

Sakleysisleg venja eða merki um framhjáhald?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.