fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Eva tjáir sig um fósturmissinn: „Þetta er mikill og erfiður sársauki“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsstjarnan, skemmtikrafturinn og blómasalinn Eva Ruza Miljevic byrjar með sinn eigin sjónvarpsþátt á næsta ári. Í nýjasta þætti Einkalífsins ræðir hún um lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, áhugann á Hollywood og hversu seinheppin hún getur verið að eigin sögn. Þá ræðir hún fósturmissinn og hvernig hann kom henni í opna skjöldu.

Eva er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár. Saman eignuðust þau tvíbura árið 2009 og gekk það ekki áfallalaust fyrir sig að verða ólétt.

„Maður heldur alltaf að þetta muni bara gerast einn, tveir og bingó. Maður á bara ástarfund og verður síðan bara ólétt af barni í níu mánuði. En þú veist aldrei hvernig gangur lífsins er. Svo byrjum við að reyna eignast barn og ég verð ófrísk. Svo missi ég það fóstur og það var rosalega mikill skellur,“ segir Eva.

„Ég hugsaði strax að ég væri sú eina af mínum vinkonum sem hefði upplifað svona og þetta er mikill og erfiður sársauki. Þú ert strax komin níu mánuði fram í tímann þegar þú færð jákvætt þungunapróf. En svolítið eins og ég og Siggi erum þá héldum við bara áfram. Það þýðir ekkert að dvelja í sorginni þegar maður er búin að vinna úr henni. Svo eftir tvö ár verð ég aftur ófrísk og við missum aftur fóstur,“

Í framhaldinu tóku hjónin þá ákvörðun að fara í skoðun. Þar kom í ljós að það var í lagi með þau bæði en það vantaði eitthvað hjá Evu sem heldur fóstri. „Það er mjög auðvelt að eiga við það en við fórum í svokallaða tæknisæðingu sem er einfaldasta ferlið og það heppnaðist í þriðju tilraun og það voru tvíburarnir okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.