fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Fitness fyrirsæta háð því að stækka lærvöðva sína: „Ég tek stera og er djúprödduð“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakhar Nabieva er 25 ára frá Úkraníu. Hún keppir í vaxtarrækt og er fitness fyrirsæta. Hún er háð því að stækka lærvöðva sína, sem þegar eru orðnir mjög stórir.

Bakhar er kölluð „Fröken járnbossi“ (e. Miss Iron Bum) af aðdáendum sínum. Hún er með yfir 2,7 milljón fylgjendur á Instagram.

Barcroft TV fjallar um hana í nýlegu myndbandi. Bakhar segir frá því hvernig hún var lögð í einelti í æsku vegna fótleggja sinna.

„Ég var mjög grannur krakki. Ég vildi breyta þeim aðstæðum,“ segir hún og byrjaði í kjölfarið að fara í ræktina. Hún byrjaði að stunda líkamsrækt af kappi þegar hún var 17 ára.

Bakhar segir að það séu engar sérstakar æfingar sem þurfi að gera til að stækka lærvöðvana, það séu sömu æfingar og flestir kannast við. Hún nefnir réttstöðulyftu, hnébeygju og fleiri vinsælar æfingar. Meðal annars æfinguna sem má sjá hana gera hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B4iPne3Dkni/

Hún viðurkennir að hún tekur inn stera en mælir samt sem áður ekki með því.

Bakhar er einn af fáum fitness keppendum sem viðurkenna steranotkun. „Að ljúga um það er fáránlegt. Ég ráðlegg fólki ekki að taka stera, en ég geri það,“ segir hún.

„Ég tek stera, ég er djúprödduð, þannig sumum finnst ég líta út eins og karlmaður og hljóma þannig líka.“

Hún segist þó ekki taka þessari gagnrýni inn á sig og haldi ótrauð áfram.

Sjáðu umfjöllun Barcroft TV um hana hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.