fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Bryndís Líf opnar sig um gagnrýnina: „Lítið í eigin barm áður en þið lítið í annarra“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 12. október 2019 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni skrifaði Anna Claessen, framkvæmdastjóri Dans og Kúltúr, pistil þar sem hún gagnrýndi áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Tók hún þar fyrirsætuna Bryndísi Líf sérstaklega fyrir og líkti henni við klámstjörnu.

Sjá nánar: Anna hjólar í Bryndísi Líf og líkir henni við klámstjörnu

Bryndís Líf nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum Instagram og birtir stundum djarfar myndir af sjálfri sér.

Anna hefur síðan þá beðist afsökunar á pistlinum, en Bryndís hefur ekki tjáð sig um málið umfram það að deila mynd af sér með textanum „Ekki hafa áhyggjur af því sem ég er að gera. Hafðu áhyggjur af hverju þú hefur áhyggjur af því sem ég er að gera.“

Sjá nánar

Bryndís Líf svarar fyrir sig – Líkt við klámstjörnu:

Anna miður sín og biður Bryndísi afsökunar

Í dag hins vegar birti hún mynd þar sem hún greindi frá því að umfjöllunin hafi vakið með henni kvíða og hafi hún verið hikandi undanfarna daga að deila nýju efni á síðu sinni.

„Ég hef alltaf sagt sjálfri mér að það skipti ekki máli hvað öðrum finnist um mig og að orð geti ekki sært mig, en innst inni er það ekki svo. Ég er með tilfinningar og mér finnst það ekki sanngjarnt að fólk dæmi og tali illa fólk sem það þekkir ekki. Ég veit að Instagram-síða mín er ekki allra, sumir segja að ég sé sjálfselsk og athyglissjúk hóra sem er bara að þessu fyrir lækin.“

Bryndís segir að hún hafi alltaf minnt sjálfa sig á að fólk er ólíkt með ólíkar skoðanir sem það hafi fullan rétt á að deila. „En þetta er þó samt særandi“

„Ég þarf ekki að réttlæta Instagram-síðuna mína, ég er stolt af myndunum mínum og ég er stolt af sjálfsmyndinni minni. Þegar ég var yngri þá hafði ég ekki mikla sjálfsmynd. Ég er stolt af líkamanum mínum og vil fagna honum. Ég dáist að mannslíkamanum í hverju því formi sem hann birtist. “

Bryndís biður fólk að dæma ekki bókina eftir kápunni, eða áhrifavaldinn eftir samfélagsmiðlinum sem hann birtist á. „Lítið í eigin barm, áður en þið lítið í annarra“

https://www.instagram.com/p/B3hw31ggMBv/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.