fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hún var þyngsta móðir í heimi – 14 ára dóttir neyddist til að sjá um hana: „Líkami minn er fangelsi“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 3. október 2019 12:30

Dominique. Dóttir hennar þarf að baða hana tvisvar í viku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominique var aðeins 41 árs þegar hún lést. Hún vakti mikla athygli þegar hún kom fram í þættinum My 600lb Life á TLC. Hooked On The Looks endurbirti þáttinn í gær og hefur hann fengið yfir 2,9 milljón áhorf. Við rifjum upp þáttinn og sögu hennar.

Dominique var fertug sex barna móðir þegar hún kom fram í þættinum. Hún hafði eytt síðustu tveimur árum rúmliggjandi vegna þyngdar sinnar. Hún var svo stór að hún gat hvorki gengið né hreyft sig almennilega. Hún og dætur hennar komu fram í þættinum.

Í þættinum segist Dominique skammast sín svo vegna þyngdar sinnar og vildi ekki að neinn vissi af ástandi hennar. Dætur hennar hjálpuðu henni að halda því leyndu og höfðu í gegnum árin hjálpast við að hugsa um hana. Yngsta dóttir hennar, Gina, tók við keflinu af eldri systrum sínum.

Dagar Dominique snérust um að tala við dætur sínar í síma og sofa. Hún var ekkimeð sjónvarp því minningar um veröldina fyrir utan litla svefnherbergið voru of sárar.

Gina var fjórtán ára gömul þegar þær mæðgur komu fram í þættinum. Á meðan vinkonur hennar voru að njóta sumarsins og sólarinnar úti þá þurfti hún að eyða deginum inni og baða móður sína.

„Mér líður eins og ég sé móðir minnar eigin móður,“ segir Gina.

Dominique þegar hún var yngri.

Yfirgefin eftir 17 ára hjónaband

Dominique giftist fjórtán ára og flutti með þáverandi eiginmanni sínum til Bandaríkjanna. „Ég var kynþokkafull þegar ég flutti til Ameríku, en maturinn gerði mig stóra,“ segir hún.

Eftir sautján ára hjónaband fór eiginmaður hennar frá henni. Hún segir að hann hafi verið með henni þegar hún var 60 kg, 100 kg og 200 kg, en þegar hún varð um 280 kg þá fór hann frá henni.

Dominique.

Djúpsteiktur skyndibitamatur

Dætur hennar sögðust hafa reynt að bjóða henni hollan valkost þegar kemur að mat en Dominique vildi matinn sinn djúpsteiktan. Hún drakk mikið af gosi og vildi ekki vatn.

Það sem hún hafði hins vegar reynt að gera er að stjórna því hversu oft hún borðaði á dag. Dominique borðaði bara einu sinni á dag, en það hafði ekki skilað árangri. Hún sagðist telja sig vita ástæðuna.

„Ég trúi ekki að það sé maturinn sem ég borða sem gerir mig svona stóra. Ég held að ég sé með vaxandi kirtil,“ segir hún í þættinum.

Fær læknishjálp

Í þættinum leitar Dominique sér læknishjálpar, en hún og dætur hennar hafa miklar áhyggjur af heilsu hennar. Henni var sagt að hún ætti tvö ár eftir ólifuð ef hún myndi ekki gera neitt í sínum málum.

Það þurfti sex sjúkraflutningamenn til að koma henni í sjúkrabíl og var hún dregin úr rúminu á stórum segldúki. Dominique sagðist binda vonir sínar við róttæka aðgerð sem myndi minnka maga hennar, en til þess að fá að fara í hana þarf  hún að vera undir 226 kg. Það var farið með hana á sjúkrahúsið í vigtun. Þá kom fyrsta sjokkið, hún var 275 kg. Hún þurfti því að missa um 48 kg til að fá að fara í aðgerðina.

Afneitun

Í þættinum kom fram að ást Dominique á mat sé ástæðan fyrir stærð hennar, en það er staðreynd sem hún er ekki tilbúin að viðurkenna.

„Ég veit ekki hvernig ég varð svona stór. Ef ég vissi hvað væri að gera mig svona stóra þá myndi ég hætta því. Ég veit það ekki. Ég sé mig sjálfa bara verða stærri.“

Dominique var sett í róttæka megrun og fékk sendar þrjár máltíðir á dag, sem voru samtals 700 kaloríur. Ef hún myndi fylgja mataræðinu þá átti hún að geta misst nógu mikið til að komast í aðgerðina sem myndi líklegast breyta lífi hennar. En Dominique var ekki hrifin af nýja matnum.

„Ég hata þennan mat,“ segir hún. En í lok dagsins var hún orðin svo svöng að hún borðar allar þrjár máltíðirnar á sama tíma.

Dominique byrjar á því að léttast en þyngist svo aftur því hún hættir að fylgja fyrirmælum læknanna. Dr. Hernandez, læknirinn sem kemur reglulega í heimsókn til að fylgjast með stöðunni, er áfram að reyna að hjálpa Dominique, en hún þarf að sjá um mestu vinnuna. Það er einnig fenginn sálfræðingur til að vinna með Dominique svo hún geti einnig unnið í sjálfri sér til að vinna gegn matarfíkninni.

Daginn sem hún átti að fara í aðgerðina hafði hún þyngst og var orðin 312 kg. Henni tókst þó að fara í aðgerðina á endanum samkvæmt Fox News.  En því miður varð hún veik tveimur vikum seinna og lést.

Þú getur horft á þáttinn með Dominique hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.