fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Bisness með betri helmingnum og svifið um á ástarskýi

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 25. til 31. ágúst

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú hefur verið að vanrækja heilsuna og andlegu hliðina undanfarið og færð það hressilega í bakið í vikunni. Ljósið í myrkrinu er að nú færðu rými til að endurskipuleggja lífið og hugsa betur um þig sjálfa/n.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Það gengur ekkert í ástamálunum hjá einhleypum nautum og hugsanlega er komið að því að breyta aðeins til, kanna nýjar lendur. Skráðu þig á spennandi námskeið, eitthvað sem þig hefur lengi langað að gera en ekki þorað. Þú gætir kynnst nýju fólki sem kveikir í þér.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú ert algjörlega knúsóð/ur og þráir nánd og kærleika í þessari viku, meira en vanalega. Lofaðir tvíburar einbeita sér því mikið að því að veita sínum heittelskuðu nánd. Einhleypir tvíburar eru hins vegar umluktir sátt við sig sjálfa og þurfa enga rómantík í lífið.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Það er rosalega spennandi vika framundan og þér er boðið í gleðskap sem kemur virkilega mikið á óvænt. Það er langt síðan þú hefur skemmt þér svona vel og þú kynnist mörgu áhrifafólki sem getur hæglega breytt lífi þínu til hins betra.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Nú þarf ljónið smá hvíld. Það er búið að vera í partíi eftir partí síðustu vikur og það kemur ávallt sá tímapunktur að líkaminn segir stopp. Það þarf ekkert að vera slæmt, þótt ljónið hati að slappa af. Finndu þér streitulosandi áhugamál og njóttu þín.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Elsku meyjan mín, nú skalt þú losa þig við fólkið í lífinu þínu sem tæmir batteríin þín. Þú ert kröfuhörð en stundum sýnirðu aðeins of mikla linkind. Þú þarft að umkringja þig fólki sem gerir þig betri – ekki fólki sem dregur þig niður. Þú veist um hverja ég er að tala.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Einhleypar vogir eru í smá tilvistarkreppu. Þú hefur verið að vera að rembast eins og rjúpan við staurinn til að sjá það góða og fallega í manneskju sem þú ert að hitta. Þú hefur hunsað gallana og nú er komið að því að þú horfist í augu við þá.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það er einhver ævintýragirni í sporðdrekanum þessa dagana. Þú ert til í hvað sem er og kýst frekar að hoppa út úr boxinu en að halda þig innan línanna. Þetta á eftir að opna nýjan heim fyrir þér og þú færð að kynnast alveg nýrri hlið á þér – og öðrum.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Bogmenn sem eiga maka eru að íhuga það alvarlega að fara í bisness með betri helmingnum. Það er virkilega góð hugmynd því tveir hausar eru betri en einn í þessu tilviki. Þið turtildúfurnar eigið eftir að skapa eitthvað geggjað saman. Þið verðið kannski ekki rík af því en mjög hamingjusöm.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Ef þú kemst í stutt frí frá vinnu í haust þá ættirðu að gera það. Það er eitthvað sem þig dauðlangar að gera erlendis í haust. Þetta er spennandi tækifæri og gæti orðið til þess að þú skiptir um starfsvettvang.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ert rosalega aðlaðandi þessa dagana. Það geislar af þér heilbrigði og hamingja svo tekið er eftir. Þú laðar að þér öðruvísi fólk en vanalega, en nú skaltu vara þig á einu – ekki láta fólk misnota góðmennsku þína og gleði. Allur er varinn góður.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú svífur um á ástarskýi. Þeir sem hafa verið lengi í sambandi finna neistann aftur og þeir sem eru enn í nýjabruminu njóta ástarinnar sem aldrei fyrr. Njóttu þess að svífa um á þessu kandíflossbleika skýi því það endist ekki að eilífu.

Afmælisbörn vikunnar

25. ágúst – Ævar Örn Jósepsson rithöfundur, 56 ára
26. ágúst – Gulli Helga fjölmiðlamaður, 56 ára
27. ágúst – Sjón skáld, 57 ára
28. ágúst – Hjálmar Hjálmarsson leikari, 56 ára
29. ágúst – Manuela Ósk Harðardóttir áhrifavaldur, 36 ára
30. ágúst – Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi, 50 ára
31. ágúst – Örn Arnarson sundkappi, 38 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.