fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Aníta Guðlaug tók eldhúsið í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anítu Guðlaug segist alltaf hafa dreymt um opið eldhús í „gamaldags, retro og farmhouse“ stíl.

Hún og kærasti hennar, Kristófer Davíð, fluttu nýlega inn saman í íbúð í Laugardalnum. Hún ákvað að láta drauminn rætast og tók eldhúsið í gegn.

Eldhúsið fyrir.

„Þetta var ekki svo mikið sem þurfti að gera, en ég var voðalega róleg svo þetta tók um fimm vikur,“ segir Aníta í samtali við DV.

Fyrir.
Fyrir.
Eftir.
Eftir.

Hún segist ekki hafa reiknað kostnaðinn nákvæmlega en hann hafi verið undir 200 þúsund krónum, ísskápnum frátöldum.

„Ég reif meira niður en ég setti upp svo það er líklegast ástæðan. Ég vildi opna eldhúsið meira og stækka aðeins rýmið,“ segir Aníta.

Eldhúsið fyrir.
Eldhúsið eftir.

Hvað kom þér á óvart?

„Það kom mér á óvart hvað hlutir sem ég hélt að væru auðveldir, voru í rauninni erfiðastir. Ég væri ekki hálfnuð ef pabbi hefði ekki verið svo elskulegur að hjálpa með allt, þá meina ég að hann gerði nánast allt. Það kom mér reyndar líka á óvart, þegar ég var að byrja, hvað þetta kostaði lítið. Hillurnar voru dýrastar, sem kom mér mest á óvart,“ segir Aníta.

Allt í vinnslu.
Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.

Aníta er hvergi hætt. „Næst á dagskrá er að sprauta skápana í eldhúsinu beinhvíta og skipta um höldur. Svo er markmiðið að skipta um þetta blessaða parket en það verður að bíða. Svo ætla ég við tækifæri að setja útiflísar við innganginn fyrir utan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.