fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Allt sem við vitum um nýja kærasta Lady Gaga – Og nei, hann er ekki Bradley Cooper

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 09:00

Lafðin er komin með nýjan upp á arminn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Lady Gaga sást í kossaflensi með hljóðmanninum Dan Horton á veitingastaðnum Granville í Studio City í Kaliforníu síðasta sunnudag. Lafðin og Dan fengu sér dögurð á milli kossa og kíktu síðan yfir á veitingastaðinn Lemonade til að fá sér nokkra drykki.

Heitt í kolunum. Mynd: Skjáskot af vef People

Lafðin hefur ekki sést á stefnumóti síðan hún sleit trúlofun við umboðsmanninn Christian Carino í febrúar. Þau byrjuðu saman snemma árs 2017, trúlofuðu sig um sumarið það sama ár en ballið var búið snemma á þessu ári. Þær fréttir komu í skugga sögusagna um að Lady Gaga og leikarinn Bradley Cooper ættu í ástarsambandi, en þau léku eftirminnilega saman í myndinni A Star is Born.

Sjá einnig: Sannleikurinn um samband Bradley Cooper og Lady Gaga: „Ég elska hana svo mikið“ – „Hann lét mér líða eins og ég væri frjáls“

Bradley og Lady Gaga.

Fráskilinn og vinnur með kanónum

Nýi maðurinn í lífi Lafðinnar er raunar ekkert svo nýr af nálinni þar sem hann vann með söngkonunni í nóvember í fyrra þegar hún tróð upp í Las Vegas. Dan er reynslubolti í bransanum og hefur unnið með stjörnum á borð við Bruno Mars, Justin Timberlake og Jay-Z. Þá hefur hann einnig unnið við kvöldþátt Jimmy Fallon og tónleika Glee-hópsins.

Dan er fráskilinn, en hann kvæntist leikkonunni Autumn Guzzardi í mars árið 2013. Autumn sótti um skilnað í febrúar í fyrra og gekk hann í gegn í maí. Dan og Autumn áttu engin börn saman.

Dan vissi greinilega nákvæmlega hvers konar athygli hann fengi eftir ástríðufullt stefnumót við Lafðina um helgina því strax í kjölfarið lokaði hann Instagram-reikningi sínum þannig að aðeins fylgjendur hans geta fylgst með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu

Ískaldar kveðjur á Andre Onana úr heimalandinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Huliðsvættir komnir á kort Reykjavíkurborgar

Huliðsvættir komnir á kort Reykjavíkurborgar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Linda Pé er með óvenjulegt ráð hvað varðar matarvenjur

Linda Pé er með óvenjulegt ráð hvað varðar matarvenjur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United

David Beckham tjáir sig um Ruben Amorim og framtíð United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.