fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Fiskurinn liggur á Tinder – Helgin hjá meyjunni verður rómantísk

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 10. mars 2019 22:57

Lesið í stjörnurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 11. – 17. mars

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Hrúturinn fær mikilvægt og strembið verkefni í vikunni en nær sem betur fer að líta á þetta verkefni frekar en áskorun en vandræði. Þú tekur ábyrgð og berð hana með sóma, sest í forystuhlutverkið og nærð að veita öðrum innblástur. Vel gert!

En það tekur á að vera leiðtogi og því skaltu nýta helgina til að slaka á, skemmta þér í góðra vina hópi og hafa bara svolítið gaman að lífinu. Gerðu bara það sem þér finnst gaman og ekki reyna að leiða þig út í neina vitleysu. Hrúturinn verður endurnærður eftir svona mikla stuðhelgi.

Þú ert svo að skipuleggja einhvern svakalegan viðburð sem þú ert mjög spenntur fyrir. Þú finnur þig í skipulagningunni og gætir hugsað þér að gera meira af því.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 1, 12, 41

Naut

20. apríl – 20. maí

Þetta var erfið helgi hjá nautinu. Þú lentir í einhverju frekar leiðinlegu atviki sem þér finnst erfitt að hætta að hugsa um og sleppa. Þannig að byrjun vikunnar er svolítið lituð af því. Þess vegna er nautið frekar brúnaþungt í byrjun viku og bregður mörgum í kringum það.

Um miðbik vikunnar nærðu hins vegar að ná utan um það sem gerðist síðustu helgi, spá í hvað hefði mátt betur fara og losa þig við þessar byrðir af herðunum. Þvílíkur léttir!

Ástarmálin eru í góðum málum, sérstaklega hjá lofuðum nautum sem sjá allt í einu nýja hlið á maka sínum. Og það er sko ekki leiðinleg og óspennandi hlið!

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 6, 9, 17

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Æi, elsku tvíburi. Oft æðir þú áfram endalaust og staldrar aldrei við til að meta lífið og sjálfan þig. Þú ert búinn að vera eitthvað slappur undanfarið en það hefur ekki stoppað þig í að hlaða á þig verkefnum hér og þar. Nú skaltu hætta því og taka þér einn frídag. Bara einn! Ég lofa að þér á eftir að líða 100% betur.

Svo eru það blessuð ástarmálin. Lofaðir tvíburar eru ekki nógu hamingjusamir. Þeim leiðist, vantar tilbreytingu, vantar stuð. En gerðu það fyrir mig elsku tvíburi, segðu maka þínum frá því áður en þú æðir áfram. Þú gætir nefnilega sært fólkið í kringum þig.

Það er einhver grámygla yfir þér, líka í vinnunni. Það eru nokkrar manneskjur sem fara í þínar fínustu og þú ert óviss með hvort þetta sé framtíðarstaður fyrir þig. Ekki bara henda þessum hugsunum frá þér, spáðu aðeins í þeim og taktu meðvitaða ákvörðun að hætta eða halda áfram.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 8, 19, 20

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þvílík stuðvika fyrir krabbann! Vá! Það er bara partí eftir partí eftir partí og þú ert svo rosalega eftirsóknarverður, elsku, besti krabbi. Það vilja hreinlega allir vera í kringum þig! Njóttu þess bara, þú getur hvílt þig seinna.

Rómantíkin blómstrar hjá einhleypum kröbbum, enda allt þetta partístand ávísun á að kynnast nýju fólki.

En þú kynnist ekki aðeins nýjum elskhuga, heldur kynnist manneskju sem á eftir að reynast þér svakalega vel. Hér er um framtíðarvin að ræða og það er langt síðan þú hefur hitt manneskju sem passar þér svona vel á platónskan hátt. Góða skemmtun í þessari viku, elsku krabbi – þetta verður magnað!

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 2, 16, 33

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Ókei, ég ætla bara að segja þér strax að helgin þín verður svo dásamleg að þú átt aldrei eftir að gleyma henni. Þú ferð eitthvað í burtu með manneskjunni sem þú elskar og þið náið nánd sem þið hafið ekki náð áður. Eruð fullkomlega hreinskilin og opin. Mundu þessa tilfinningu og reyndu að endurgera hana með maka þínum hvenær sem er, hvar sem er.

Það kemur upp eitthvað vandamál á vinnustaðnum sem erfitt er að leysa. Hugsanlega teygist það yfir í þarnæstu viku og reynir þú að halda þig frá því eins mikið og þú getur. Þú getur hins vegar ekki hætt að hugsa um það og kannski er ráð fyrir þig að blanda þér aðeins inn í málið.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 10, 36, 70

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Hættu nú að vera svona fýld, elsku meyjan mín! Þú ert búin að vera svo neikvæð upp á síðkastið að fólk er byrjað að taka eftir því. Þú sem ert svo lífsglöð og skemmtileg. Kafaðu ofan í hvað er að angra þig og reyndu að laga það – sem fyrst!

Helgin verður heldur betur rómantísk. Einhleypar meyjur kynnast manneskju sem hendir öllum reglum út um gluggann og lætur meyjunni líða eins og hún sé að gera eitthvað af sér – og hún fílar það. Lofaðar meyjur setja allan fókus á sambandið og prófa eitthvað nýtt í svefnherberginu. Það verður sko ekki leiðinlegt.

Þú ert undir mikilli pressu í vinnunni og ert kominn með leið á því. Kannski er kominn tími á að þú skiptir um vettvang. Líttu aðeins í kringum þig og skoðaðu möguleikana þarna úti.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 19, 29, 50

Vog

23. september – 22. október

Þetta er rosalega góð vika fyrir vogina, vinnulega séð. Þér er falið stórt og mikilvægt verkefni og þér finnst eins og þú skiptir virkilega máli inni á vinnustaðnum. Með þessu verkefni færðu tækifæri til að láta meira í þér heyra, enda segirðu hlutina hreint og beint, sem sumum finnst stundum óþægilegt.

Fjölskyldan er mjög samheldin og þér líður ofboðslega vel í faðmi hennar. Það er allt eins og það á að vera og loksins kemur vika þar sem ekkert kemur upp á. Enginn að biðja um neitt á heimilinu og allir bara sáttir með sitt.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 34, 51, 69

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Jæja, sporðdreki. Af hverju ertu búinn að vera að hanga með fólki sem lætur þér líða illa? Þú veist að það er ekki góð hugmynd. Hættu því strax í dag og byrjaðu að umkringja þig fólki sem veitir þér hamingju og gleði.

Sama má segja um vinnuna. Ekki láta vinnufélagana fara endalaust í taugarnar á þér. Ekki spá í öllu sem er pirrandi við þá daginn út og daginn inn. Einbeittu þér frekar að vinnunni, því sem þú ert góður í og það sem gefur þér gleði. Hitt skiptir engu máli.

Svo eru það ástarmálin. Einhleypi sporðdrekinn er kominn með leið á deitlífinu. Það er líka bara allt í lagi, stundum er gott að vera bara með sjálfum sér. Lofaður sporðdreki þarf að laga eitthvað sem er brotið á heimilinu. Og það sem fyrst.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 5, 6, 70

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Fjármálin hafa verið í einhverju ólagi hjá þér. Ef þú passar þig ekki gætu þau farið á enn verri veg. Ekki taka því léttvægt að það sé lítið í buddunni. Búðu til plan og sparaðu. Ef þú treystir þér ekki í það þá áttu góðan vin sem getur hjálpað þér. Þú veist hvern ég er að tala um.

Þér fallast hendur þegar þú þarft að spara. Hætta að fara út að borða, hætta að djamma, hætta að versla þér fallega hluti. Hjá þér er lífið alltaf svart eða hvítt, en stundum er það bara grátt. Þú þarft ekki að hætta öllu – þú þarft bara smá endurskipulagningu á lífinu.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 0, 18, 33

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Af hverju biður þú aldrei um hjálp þegar þú þarft hana? Af hverju ertu svona stolt, kæra steingeit? Í þessari viku þarftu virkilega á hjálp að halda og þú skalt gjöra svo vel að biðja um hana. Sumt bara ræður maður ekki við sjálfur. Enginn er eyland.

Í vinnunni er óvenju lítið að gera hjá þér, sem gefur þér svigrúm til að vinna að verkefnum sem hafa setið á hakanum. Eitt af þessum verkefnum er kannski ekki mjög stórt eða mikilvægt núna, en vittu til, það á eftir að breytast mjög hratt.

Heima fyrir er einhver órói. Þér líður ekki vel. Það er eitthvað eða einhver að bögga þig og í þessari viku springur allt, á góðan hátt. Þú opnar þig, leggur spilin á borðið og uppskerð heimilisfrið í kjölfarið.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 10, 25, 60

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Einhleypir vatnsberar eru að jafna sig eftir ástarsorg. Þú vilt bara vera einn með sjálfum þér og fá tíma til að vinna úr þínum málum. Vinir þínir skilja það og þú sinnir þeim um leið og þú ert tilbúinn. Nú þarf vatnsberinn bara að finna sig á nýjan leik til að geta elskað á ný.

Þú ert að velta fyrir þér að fara í nám. Mjög sérstakt nám sem er afar krefjandi og ekki allir komast inn í né klára. Mundu að þú tapar engu á því að prófa en þú getur grætt ansi margt.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 28, 39, 40

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þú átt svolítið erfitt með svefn þessa vikuna þar sem þig dreymir svo ofboðslega mikið. Hafðu bók á náttborðinu og reyndu að skrifa niður draumana þína. Fáðu svo einhvern til að ráða þá. Þú hefur miklar áhyggjur af einhverjum nánum vin og draumarnir gætu sagt þér mikið um hvað varð um hann og hvernig honum líður.

Þú færð símtal um miðbik vikunnar sem kætir þig meira en orð fá lýst. Vandamál leysist sem þú varst búinn að kvíða fyrir að næðist aldrei sátt um.

Ástarmálin eru ansi hressileg þessa vikuna, sérstaklega hjá einhleypum fiskum sem liggja í Tinder á kvöldin og spá og spekúlera í framtíðarmaka. Hann gæti fundist í þessari viku.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 36, 67, 81

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað

Nýtt „heimskulegt“ samfélagsmiðlatrend meðal unglinga er að gera allt brjálað
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Stjörnuspá vikunnar: Þú lærir ný trix í svefnherberginu og lendur þínar hafa sjaldan verið jafn sjóðandi heitar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.