fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025

Einar Bárðar: Er Notting Hill í miðbæ Hafnarfjarðar?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. maí 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar veltir því fyrir sér í nýlegri Facebookfærslu sinni hvort að Notting Hill finnist á Íslandi.

Þar vísar hann að sjálfsögðu til Notting Hill hverfisins í London, sem var meðal annars miðpunktur  samnefndrar myndar með Juliu Roberts og Hugh Grant.

„Síðustu misseri hef ég verið að vinna í miðbæ Hafnarfjarðar og hægt og rólega hef ég verið að átta mig á því að miðbærinn hér er að verða einhverskonar íslensk útgáfa af Notting Hill og þvílík gæði og lúxus að vinna í svona umhverfi.

Miðbærinn hýsir mörg af skemmtilegustu og bestu kaffi- og veitingahúsum landsins. Nýverið opnaði nýr veitingastaður í Hafnarborg sem fékk nafnið Krydd hann kemur inn í blómlega flóru þar sem fyrir voru gæða veitingastaðir eins Tilveran, Von Mathús sem eru einfaldlega frábær, Brikk bakarí og kaffihús er geggjað, Norðurbakkinn bókakaffi er eitt fallegasta kaffi hús landsins, Pallet er litríkt og skemmtilegt og svo er það Súffistinn sem er eitt elsta og skemmtilegasta kaffihús landsins. Þetta er bara hér allt í þriggja mínútna radíus.

Þá er frítt í Hafnarborg og Byggðasafnið hér í hjarta bæjarins um leið og hönnunar- og gjafavöru verslun blómstrar með búðir eins Siggu og Timó, Álfagull og Litlu hönnunarbúðina sem er nú ekkert svo lítil lengur auk Pennans Eymundssonar svo eitthvað sé nefnt.

Þetta setur svip sinn á bæinn og gæðir lífið lit og gæðum. Svo má ekki gleyma Bæjarbíói sem virðist toppa sig í tónleikahaldi nánast í hverri viku. Það er klárlega blómlegt í miðbæ Hafnarfjarðar.

Forstöðumaður Hafnarborgar sagði í viðtali við Morgunblaðið í vetur að Hafnarfjörður væri að breytast í Notting Hill Íslands og það er margt til í því hjá henni. Nú þegar vorið er komið í annað skiptið í ár, þá er spurning að nýta tækifærið að bjóða vinum og ættingjum með stolti í kaffisopa í miðbæ Hafnarfjarðar. Hér eru verð töluvert skaplegri en í miðborg Reykjavíkur, næg bílastæði og bullandi hjólafæri.

Tilvalinn áfangastaður fjölskyldna sem vilja njóta en ekki þjóta.“

Er Notting Hill á Íslandi ? Síðustu misseri hef ég verið að vinna í miðbæ Hafnarfjarðar og hægt og rólega hef ég verið…

Posted by Einar Bardarson on 9. maí 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.