Hér ríkir mikil gleði og mýkt. Sköpun, gleði, allsnægtir og fullnægja birtist.
Þú nýtur blessunar og þess vegna er mikilvægt að þú hugir vel að jafnvægi þínu og sért meðvituð/meðvitaður um að kærleikurinn stjórnar snúningi jarðarinnar og öllu sem er.
Hér ertu sjálfinu góð/ur og útþenslan berst greinilega um hjarta þitt.
Þú átt þér stóra drauma og ert jákvæð manneskja með metnað á hæsta stigi sem er af hinu góða.
Orkustöðvar þínar eru öflugar og óskir þínar eru sannarlega raunhæfar. Sólin segir ekki aðeins til um velgengni þína heldur lætur drauma þína verða að veruleika fyrr en þig grunar.
Hamingja, spenna og velferð einkenna þig og verkefni þín sem virðast gefa þér mikið. Þú munt öðlast það vald sem þú sækist eftir.